Enski boltinn

Meistaradeildin segir sitt um styrk úrvalsdeildarinnar

NordcPhotos/GettyImages

Rafa Benitez stjóri Liverpool segir að sú staðreynd að fjögur af átta liðunum sem eftir eru í Meistaradeild Evrópu segi sína sögu um styrk ensku úrvalsdeildarinnar.

Liverpool varð í gær fjórða enska liðið til að komast áfram í Evrópukeppninni þegar það sló Inter út á sannfærandi hátt, en áður höfðu Man Utd, Arsenal og Chelsea öll komist áfram.

"Þessi sigur sýnir svart á hvítu fram á styrk ensku úrvalsdeildarinnar. Við eigum nokkra klúbba sem eru sannarlega á meðal þeirra bestu," sagði Benitez. Hann var mjög ánægður með framgöngu sinna manna.

"Mörkin tvö sem við skoruðum í fyrri leiknum voru mjög nauðsynleg og þegar þeir urðu manni færri var þetta auðvitað auðveldara. Þegar ég kom hingað hélt enginn að við gætum unnið Meistaradeildina en okkur tókst það. Þetta er í þriðja sinn sem við komumst í 8-liða úrslit síðan ég kom hingað og nú erum við með meiri reynslu og sterkari hóp," sagði Benitez.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×