Enski boltinn

Terry er besti fyrirliðinn í bransanum

AFP

Frank Lampard er ekki í vafa um hver eigi að taka við fyrirliðabandinu hjá enska landsliðinu til frambúðar, en Fabio Capello landsliðsþjálfari hefur enn ekki gefið út hver eigi að bera bandið.

"Það er ákvörðun þjálfarans hver á að vera fyrirliði og því get ég voðalega lítið sagt um það. Það eina sem ég get gert er að tjá mig um John Terry. Hann er mjög góður fyrirliði innan sem utan vallar," sagði Lampard um félaga sinn hjá Chelsea.

"Inni á vellinum spilar hann af krafti eins og fyrirliði á að gera og hefur góð samskipti við alla í liðinu. Utan vallar stappar hann stálinu í menn og er fyrirferðamikill í búningsklefanum. Ég get því ekki annað en gefið honum bestu meðmæli," sagði lampard.

Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, var fyrirliði landsliðsins í fjarveru Terry í fyrsta leik Capello sem landsliðsþjálfara, en hann hefur ekki gefið upp hver tekur við armbandinu í framtíðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×