Enski boltinn

Torres er leikmaður 29. umferðar

NordcPhotos/GettyImages

Spænska markamaskínan Fernando Torres hjá Liverpool er leikmaður umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni í annað sinn á hálfum mánuði. Hann bætti við enn einu markinu sínu í sigri liðsins á Newcastle um helgina.

Smelltu hér til að sjá myndband með leikmanni umferðarinnar, en eins og flestum er kunnugt er hægt að sjá öll helstu tilþrifin úr ensku úrvalsdeildinni á VEFtv hér á Vísi.

Fernando Torres og Steven Gerrard voru í miklu stuði um helgina og hafa skorað 44 mörk samanlagt til þessa.

Samvinna þeirra hefur orðið til þess að þeir eru nú bornir saman við önnur goðsagnakennd tvíeyki í sögu Liverpool - menn eins og Kevin Keegan og John Toshack - og Kenny Dalglish.

Tony Barrett á Liverpool Echo er einn þeirra sem hreifst af Torres um helgina, en Torres er búinn að skora 24 mörk í 32 leikjum í vetur.

"Ég hef ekki heyrt önnur eins fagnaðarlæti á Anfield í langan tíma. Liverpool hefur ekki verið með jafn spennandi leikmann í sínum röðum síðan á dögum John Barnes. Það skiptir engu máli hvar Torres er á vellinum, hann fær fólk til að rísa úr sætum með tilþrifum sínum," sagði Barrett í pistli sínum.

Nafn: Fernando José Torres Sanz

Fæddur: 20. mars árið 1984 í Madríd á Spáni

Lið: Atletico Madrid (2001-07) og Liverpool (2007-)

Númer: 9




Fleiri fréttir

Sjá meira


×