Enski boltinn

Queiroz biðst afsökunar á ummælum sínum

NordcPhotos/GettyImages

Carlos Queiroz, aðstoðarstjóri Manchester United, hefur beðist afsökunar á ummælum sem hann lét falla eftir leik United og Portsmouth í bikarnum um helgina.

Queiroz var mjög heitt í hamsi eftir tapið og sakaði leikmenn Portsmouth um ruddamennsku og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar frekar en Sir Alex Ferguson.

Hann tók Martin Taylor hjá Birmingham sem dæmi þegar hann var að lýsa grófum leik og kallaði Taylor hrotta.

"Mér þykir fyrir því sem ég sagði eftir leikinn þar sem ég var í uppnámi. Allir hjá Manchester United vita að Taylor er ekki svona leikmaður. Ég var bara að benda á það að með auknum hraða í leiknum þurfi dómara að huga betur að illa tímasettum tæklingum," sagði Queiroz, sem gæti átt yfir höfði sér refsingu rétt eins og Ferguson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×