Enski boltinn

Verkföll hafa ekki áhrif á leik PSV og Tottenham

NordcPhotos/GettyImages

Leikur PSV Eindhoven og Tottenham í Evrópukeppni félagsliða verður spilaður á áætlun á miðvikudagskvöldið þrátt fyrir verkfall lögreglumanna í Hollandi.

Stórleik PSV og Ajax um helgina var þannig frestað vegna verkfallsins og það var ekki eini leikurinn sem þurfti að blása af.

Forráðamenn Tottenham fullyrða hinsvegar að leikurinn fari fram á miðvikudagskvöldið, en þar bíður enska liðsins erfitt verkefni eftir 1-0 tap á heimavelli í fyrri viðureign liðanna í 16-liða úrslitum keppninnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×