Ensku liðin úr leik eftir vítaspyrnukeppni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. mars 2008 22:32 Andy Johnson skorar fyrsta mark Everton í kvöld. Nordic Photos / Getty Images Viðureignir ensku liðanna í UEFA-keppninni í kvöld voru báðar útkljáðar í vítaspyrnukeppni. Óhætt er að segja að ensku liðin hafi haldið í sínar hefðir því bæði féllu þau úr leik í kvöld. Yakubu og Phil Jagielka misnotuðu sína spyrnuna hver fyrir Everton en leikmenn Fiorentina nýttu allar sínar og komust þar með áfram í fjórðungsúrslit. Jermaine Jenas hefði getað tryggt Tottenham áfram með marki úr fimmtu spyrnu Tottenham en hann lét verja frá sér. Eftir tvöfaldan bráðabana misnotaði Pascal Chimbonda sjöundu spyrnu Tottenham og þar með datt Tottenham úr leik. Everton - Fiorentina 2-0 1-0 Andy Johnson (16.) 2-0 Mikel Arteta (66.) Fiorentina vann fyrri leikinn á heimavelli, 2-0, og voru því taldir líklegri til að komast áfram í fjórðungsúrslit. En Everton barðist hetjulega og voru óheppnir að skora ekki þrjú mörk í venjulegum leiktíma, hvað þá í framlengdum leik. Andy Johnson kom Everton yfir í fyrri hálfleik með skrautlegu marki. Steven Pienaar átti sendingu fyrir markið sem Sebastien Frey, markvörður Fiorentina, missti af og boltinn fór af bringu Johnson og í markið. Það var svo Mikel Arteta sem skoraði síðara markið fyrir Everton með skoti af 25 metra færi. Þar með var ljóst að það var framlengt á Goodison Park. Everton var nálægt því að skora þriðja markið, bæði í venjulegum leiktíma sem og í framlengingunni. En allt kom fyrir ekki og því þurfti að útkljá leikinn í vítaspyrnukeppni.Gangur vítaspyrnukeppninnar: 1-0 Thomas Gravesen 1-1 Giampolo PazziniYakubu misnotaði spyrnu 1-2 Riccardo Montolivo 2-2 Mikel Arteta 2-3 Pablo Daniel OsvaldoPhil Jagielka mistnoaði spyrnu 2-4 Mario Alberto Santana PSV Eindhoven - Tottenham 0-1 0-1 Dimitar Berbatov (82.) PSV vann heldur óvæntan sigur á heimavelli Tottenham í fyrri viðureign liðanna, 1-0, og þurftu þeir ensku að láta til sín taka í Hollandi í kvöld. Fyrri hálfleikurinn var ekki mikið fyrir augað en þegar tíu mínútur voru til leiksloka skoraði Dimitar Berbatov glæsilegt mark eftir fyrirgjöf Pascal Chimbonda frá hægri. Afgreiðsla Berbatov var einkar lagleg og dugði til að tryggja gestunum framlengingu. Steed Malbranque fékk svo gullið tækifæri til að tryggja Tottenham sigurinn á lokamínútu framlengingarinnar en Gomes, markvörður PSV, varði glæsilega frá honum. Þar með lauk framlengingunni og því gripið til vítaspyrnukeppni.Gangur vítaspyrnukeppninnar: 1-0 Timmy Simons 1-1 Dimitar BerbatovPaul Robinson varði frá Danko Lazovic 1-2 Jamie O'Hara 2-2 Jefferson Farfan 2-3 Tom Huddlestone 3-3 Carlos Salcido 3-4 Darren Bent 4-4 Balazs DzsudzsakGomes varði frá Jermaine JenasBráðabani: 5-4 Otman Bakkal 5-5 Didier Zokora 6-5 Dirk MarcellisPascal Chimbonda sendir Gomes í vitlaust horn en skýtur framhjá. Evrópudeild UEFA Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sjá meira
Viðureignir ensku liðanna í UEFA-keppninni í kvöld voru báðar útkljáðar í vítaspyrnukeppni. Óhætt er að segja að ensku liðin hafi haldið í sínar hefðir því bæði féllu þau úr leik í kvöld. Yakubu og Phil Jagielka misnotuðu sína spyrnuna hver fyrir Everton en leikmenn Fiorentina nýttu allar sínar og komust þar með áfram í fjórðungsúrslit. Jermaine Jenas hefði getað tryggt Tottenham áfram með marki úr fimmtu spyrnu Tottenham en hann lét verja frá sér. Eftir tvöfaldan bráðabana misnotaði Pascal Chimbonda sjöundu spyrnu Tottenham og þar með datt Tottenham úr leik. Everton - Fiorentina 2-0 1-0 Andy Johnson (16.) 2-0 Mikel Arteta (66.) Fiorentina vann fyrri leikinn á heimavelli, 2-0, og voru því taldir líklegri til að komast áfram í fjórðungsúrslit. En Everton barðist hetjulega og voru óheppnir að skora ekki þrjú mörk í venjulegum leiktíma, hvað þá í framlengdum leik. Andy Johnson kom Everton yfir í fyrri hálfleik með skrautlegu marki. Steven Pienaar átti sendingu fyrir markið sem Sebastien Frey, markvörður Fiorentina, missti af og boltinn fór af bringu Johnson og í markið. Það var svo Mikel Arteta sem skoraði síðara markið fyrir Everton með skoti af 25 metra færi. Þar með var ljóst að það var framlengt á Goodison Park. Everton var nálægt því að skora þriðja markið, bæði í venjulegum leiktíma sem og í framlengingunni. En allt kom fyrir ekki og því þurfti að útkljá leikinn í vítaspyrnukeppni.Gangur vítaspyrnukeppninnar: 1-0 Thomas Gravesen 1-1 Giampolo PazziniYakubu misnotaði spyrnu 1-2 Riccardo Montolivo 2-2 Mikel Arteta 2-3 Pablo Daniel OsvaldoPhil Jagielka mistnoaði spyrnu 2-4 Mario Alberto Santana PSV Eindhoven - Tottenham 0-1 0-1 Dimitar Berbatov (82.) PSV vann heldur óvæntan sigur á heimavelli Tottenham í fyrri viðureign liðanna, 1-0, og þurftu þeir ensku að láta til sín taka í Hollandi í kvöld. Fyrri hálfleikurinn var ekki mikið fyrir augað en þegar tíu mínútur voru til leiksloka skoraði Dimitar Berbatov glæsilegt mark eftir fyrirgjöf Pascal Chimbonda frá hægri. Afgreiðsla Berbatov var einkar lagleg og dugði til að tryggja gestunum framlengingu. Steed Malbranque fékk svo gullið tækifæri til að tryggja Tottenham sigurinn á lokamínútu framlengingarinnar en Gomes, markvörður PSV, varði glæsilega frá honum. Þar með lauk framlengingunni og því gripið til vítaspyrnukeppni.Gangur vítaspyrnukeppninnar: 1-0 Timmy Simons 1-1 Dimitar BerbatovPaul Robinson varði frá Danko Lazovic 1-2 Jamie O'Hara 2-2 Jefferson Farfan 2-3 Tom Huddlestone 3-3 Carlos Salcido 3-4 Darren Bent 4-4 Balazs DzsudzsakGomes varði frá Jermaine JenasBráðabani: 5-4 Otman Bakkal 5-5 Didier Zokora 6-5 Dirk MarcellisPascal Chimbonda sendir Gomes í vitlaust horn en skýtur framhjá.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sjá meira