Enski boltinn

Schmeichel lánaður til Coventry

NordcPhotos/GettyImages

Danski markvörðurinn Kasper Schmeichel hefur verið lánaður frá Manchester City til Coventry út leiktíðina. Chris Coleman stjóri Coventry segir son goðsagnarinnar Peter Schmeichel eiga framtíðina fyrir sér.

"Hann er gríðarlegt efni, hann er sterkur og ungur. Hann á bjarta framtíð fyrir sér," sagði Coleman um hinn 21 árs gamla markvörð.

Schmeichel hefur áður verið lánaður til Darlington, Bury, Falkirk og Cardiff. Coventry er í 20. sæti B-deildarinnar á Englandi og mætir Sheffield Wednesday á laugardaginn þar sem markvörðurinn gæti fengið sitt fyrsta tækifæri. Bæði lið eru í bullandi botnbaráttu og sitja í 20. og 21. sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×