Enski boltinn

Laudrup gefur lítið fyrir Chelsea-slúður

NordcPhotos/GettyImages

Danski þjálfarinn Michael Laudrup hjá Getafe á Spáni hefur verið nefndur til sögunnar sem eftirmaður Avram Grant hjá Chelsea. Laudrup gefur lítið fyrir þennan orðróm og segist að fullu einbeita sér að Getafe.

"Það er enginn tími til að hugsa um neitt annað en Getafe þegar við eigum þrjá leiki á viku. Ef menn segja svona hlýtur það hinsvegar að þýða að við séum að gera gott starf hérna og því ættum við líklega að vera ánægðir," sagði Laudrup.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×