Enski boltinn

Platini ætlar að hjálpa Cardiff

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Leikmenn Cardiff fagna sigrinum á Middlesbrough í fjórðungsúrslitunum.
Leikmenn Cardiff fagna sigrinum á Middlesbrough í fjórðungsúrslitunum. Nordic Photos / Getty Images

Michel Platini, forseti Knattspyrnusambands Evrópu, hefur heitið því að koma Cardiff City til aðstoðar verði liðinu meinuð þátttaka í UEFA-bikarkeppninni.

Cardiff er komið í undanúrslit ensku bikarkeppninnar en sigurvegari hennar fær þátttökurétt í UEFA-bikarkeppninni. Enska knattspyrnusambandið hefur hins vegar sagt að Cardiff fái ekki sæti í keppninni endar fellur liðið undir knattspyrnusamband Wales.

Cardiff mætir Barnsley í undanúrslitum en sigurvegari þess leiks mætir annað hvort Portsmouth eða WBA.

Cardiff er með fulla aðild að knattspyrnusambandi Wales en aðeins aukaaðild að knattspyrnusambandi Englands.

„Það verður að bera virðingu fyrir úrslitum leikjanna," sagði Platini. „Það er ekki eðlilegt að þeir fái ekki að keppa í Evrópukeppninni ef þeir verða bikarmeistarar."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×