Enski boltinn

Curbishley fær stuðning

Elvar Geir Magnússon skrifar
Curbishley hefur átt erfiða daga.
Curbishley hefur átt erfiða daga.

Björgólfur Guðmundsson og hans menn í stjórn West Ham hafa gefið út yfirlýsingu til stuðnings Alan Curbishley, knattspyrnustjóra liðsins. West Ham hefur tapað síðustu þremur deildarleikjum 4-0.

„Stjórnin gerir sér grein fyrir því að úrslit síðustu leikja hafa verið mikil vonbrigði fyrir alla tengda félaginu. Hinsvegar er staða Alan Curbishley ekki í hættu," segir í yfirlýsingunni.

„Alan, starfslið hans og leikmenn hafa gert góða hluti á tímabilinu og komið liðinu í efri hluta tímabilsins þrátt fyrir að hafa verið að glíma við meiðslavandræði."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×