Enski boltinn

United stjórar kallaðir inn á teppi

NordcPhotos/GettyImages

Sir Alex Ferguson og Carlos Queiroz, knattspyrnustjórar Manchester United, hafa fengið bréf frá aganefnd enska knattspyrnusambandsins þar sem þeir eru beðnir að gera grein fyrir hegðun sinni eftir leik United og Portsmouth í bikarnum um helgina.

Stjórarnir fóru mikinn í gagnrýni sinni á dómarana eftir leikinn og hafa greinilega þótt fara yfir strikið að mati aganefndarinnar. Þeir hafa fengið frest til miðvikudagsins 19. mars til að svara bréfi nefndarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×