Enski boltinn

Ferguson hefur áhuga á Aaron Ramsey

Aaron Ramsey er hér í leik gegn Middlesbrough á dögunum
Aaron Ramsey er hér í leik gegn Middlesbrough á dögunum NordcPhotos/GettyImages

Forráðamenn Cardiff hafa staðfest að Sir Alex Ferguson hafi sett sig í samband við félagið til að spyrjast fyrir um miðjumanninn Aaron Ramsey. Hinn 17 ára gamli Ramsey þykir mikið efni og átti stóran þátt í góðu gengi liðsins í bikarkeppninni.

"Ferguson hringdi í okkur en það var bara til að spyrja hvernig maður Ramsey væri. Við ræddum aldrei möguleg kaup," sagði talsmaður Cardiff.

Fjölmiðlar í Wales halda því fram að Manchester United muni jafnvel gera fimm milljón punda tilboð í leikmanninn í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×