Enski boltinn

Di Canio íhugar að gerast stjóri

Di Canio er einn litríkasti knattspyrnumaður síðari ára. Hér fagnar hann marki fyrir Lazio
Di Canio er einn litríkasti knattspyrnumaður síðari ára. Hér fagnar hann marki fyrir Lazio NordcPhotos/GettyImages

Hinn umdeildi Paolo di Canio íhugar nú að fara út í þjálfun eftir að hann ákvað að leggja skóna á hilluna. Di Canio gerði garðinn frægan á Englandi þar sem hann lék lengst af með West Ham.

Di Canio hefur spilað í heimalandi sínu Ítalíu undanfarin ár og gerði góða hluti með heimaliði sínu Lazio í Róm fyrir nokkru. Síðustu tvö ár hefur hann verið á mála hjá Cisco Roma í C-deildinni en hefur átt við þrálát meiðsli að stríða. Daily Mail greindi frá þessu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×