Enski boltinn

Get ekki látið miðjumann skora meira

NordcPhotos/GettyImages

Emmanuel Adebayor hjá Arsenal segist harður á því að hafa betur en Cristiano Ronaldo hjá Manchester United í baráttunni um gullskóinn á Englandi.

Adebayor hefur verið í fínu formi með Arsenal og hefur skorað 19 mörk í deildinni, en hinn ótrúlegi Cristiano Ronaldo er enn markahæstur með 21 mark.

"Ég vil sanna að ég geti skorað fleiri mörk og það væri ekkert betra en að vinna gullskóinn. Þetta er orðin skemmtileg barátta milli mín og Ronaldo, en ég er framherji og má ekki láta miðjumann slá mér við," sagði Adebayor.

"Þegar Henry fór til Barcelona sagði hann mér að ég ætti eftir að skora 30 mörk og ef ég næ því takmarki, mun ég tileinka það Thierry Henry af því hann hafði trú á mér," sagði Tógómaðurinn.

Markahæstu menn í úrvalsdeildinni:

21- Cristiano Ronaldo, Man Utd

19- Emmanuel Adebayor, Arsenal

19- Fernando Torres, Liverpool

12- Yakubu, Everton

12- Robbie Keane, Tottenham

12- Dimitar Berbatov, Tottenham

11- Roque Santa Cruz, Blackburn

11- Carlos Tevez, Man Utd




Fleiri fréttir

Sjá meira


×