Enski boltinn

Ekkert fararsnið á Owen

NordcPhotos/GettyImages

Michael Owen segist ekki hafa í hyggju að fara frá Newcastle þó hann sé ekki búinn að framlengja samning sinn við félagið. Samningur framherjans rennur út í sumar.

"Ég veit að fólk talar um samningamálin en ég er bara í sömu aðstöðu og nokkrir aðrir leikmenn hjá félaginu. Ég er mjög ánægður hérna og er búinn að koma mér fyrir - ég er fyrst og fremst ósáttur við gengi liðsins," sagði Owen.

Newcastle hefur ekki unnið leik síðan Kevin Keegan tók við liðinu í janúar og er alltaf að þokast nær fallbaráttunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×