Enski boltinn

Ófarir West Ham eru leikmönnunum að kenna

Julian Dicks lék með West Ham á árum áður
Julian Dicks lék með West Ham á árum áður NordcPhotos/GettyImages

Fyrrum varnarjaxlinn Julian Dicks hjá West Ham segir að ófarir liðsins í úrvalsdeildinni að undanförnu séu alls ekki Alan Curbishley knattspyrnustjóra að kenna heldur þvert á móti leikmönnum liðsins.

"Þetta eru atvinnumenn í fótbolta sem fá svimandi háar upphæðir fyrir að spila, en margir þeirra eru að slá slöku við. Það er alltaf stjórinn sem fær skammirnar þegar svona er og það finnst mér rangt. Það eru eftir allt leikmennirnir sem ganga út á völlinn og spila, ekki stjórinn," sagði Dicks, sem sjálfur var harður í horn að taka á sinum tíma.

"Stjórar í dag fá ekki nema í mesta lagi átta mánuði til ár til að sanna sig og ef þeim tekst ekki að vinna kraftaverk á þeim tíma eru þeir bara látnir gossa. Þetta finnst mér ekki rétt."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×