Enski boltinn

Stoke stigi á eftir Bristol City

Elvar Geir Magnússon skrifar
Sidibe fagnar marki sínu í kvöld.
Sidibe fagnar marki sínu í kvöld.

Topplið Bristol City gerði markalaust jafntefli við Watford í ensku 1. deildinni í kvöld. Á sama tíma vann Stoke City 1-0 útisigur á Norwich og er nú aðeins stigi á eftir Bristol.

Mamady Sidibe, landsliðsmaður Malí, skoraði sigurmark Stoke í kvöld en maður leiksins var markvörðurinn Carlo Nash sem átti stórleik.

Bristol hefur 67 stig, Stoke er með 66 og svo kemur Watford með 63 stig.

Úrslit kvöldsins:

Scunthorpe - Plymouth 1-0

Barnsley - Ipswich 4-1

Bristol City - Watford 0-0

Burnley - Charlton 1-0

Colchester - Sheff Wed 1-2

Norwich - Stoke 0-1

Preston - Wolves 2-1

Sheff Utd - Coventry 2-1

Southampton - Leicester 1-0

QPR - Blackpool 3-2




Fleiri fréttir

Sjá meira


×