Enski boltinn

Neuer er eftirsóttur

NordcPhotos/GettyImages

Markvörðurinn ungi Manuel Neuer hjá Schalke hefur verið mikið í umræðunni síðan hann átti stórleik gegn Porto í Meistaradeildinni á dögunum. Hinn 21 árs gamli leikmaður hefur verið orðaður við Tottenham og Barcelona.

Hann segist hinsvegar einbeita sér að fullu að því að spila með Schalke, þar sem hann fékk stóra tækifærið á síðustu leiktíð. Hann hefur svo verið í fantaformi á þessari leiktíð og hefur vakið áhuga bæði Frank Rijkaard og Juande Ramos.

"Ég hef ekki heyrt neitt um áhuga annara liða," sagði Neuer í samtali við Bild í dag. "Ef þetta væri satt væri ég upp með mér en hjarta mitt er hjá Schalke og ég eyði ekki tíma í að hugsa um önnur félög."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×