„Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. desember 2025 09:01 Arne Slot með Ibrahima Konate á meðan allt lék í lyndi hjá Liverpool. Getty/Andrew Powell Það er óhætt að segja að Liverpool-miðvörðurinn Ibrahima Konaté hafi fengið að heyra það frá Messumönnum í gær þegar farið var yfir frammistöðu Frakkans á þessu vonbrigðartímabili fyrir Englandsmeistara Liverpool. Liverpool missti niður 2-0 forystu á móti Leeds um helgina og varð á endanum að sætta sig við 3-3 jafntefli. Konaté gaf vítaspyrnu í stöðunni 2-0 sem kom Leeds-mönnum inn í leikinn. Alberti Brynjari Ingasyni fannst þessi frammistaða Konaté vera enn eitt dæmið um slaka spilamennsku hans. Ekkert eðlilega heimskuleg ákvörðun „Þessi leikur var náttúrulega bara nánast kominn í hús. Þeir voru 2-0 yfir og sigur þarna hefði róað ástandið svo mikið fyrir [Arne] Slot. Þá hefðu þetta verið sjö stig í síðustu þremur leikjum,“ sagði Albert. „Þeir voru komnir í 2-0 og þessi leikur var í fullkomnu jafnvægi áður en hann henti sér í þessa tæklingu. Þetta er ekkert eðlilega heimskuleg ákvörðun hjá Konaté,“ sagði Albert og vildi líka meina að Konaté hafi gert mistök í öðru marki Leeds. Albert tók síðan fyrir fjölda atvika á leiktíðinni þar sem Konaté leit illa út í Liverpool-vörninni. „Það eru fimmtán leikir búnir á tímabili og það er hægt að finna svo rosalega margar klippur af Konaté,“ sagði Albert og sýndi nokkrar þeirra. Þetta er svo letilegt „Þetta er svo letilegt, fótavinnan er svo þung og hún er svo hæg. Þetta er bara leikur eftir leik þar sem Konaté á skítaframmistöðu,“ sagði Albert. „Það er eins og hann sé farinn í hausnum og vilji bara ekki meiðast,“ skaut Arnar Gunnlaugsson inn í. „Þetta er bara svo skrítið því þetta byrjaði bara strax í fyrstu umferð,“ sagði Albert. Hann benti líka á það að Arne Slot hefur verið óhræddur við að bekkja aðra leikmenn en Konaté er alltaf í liðinu. Slot er búinn að vera harður „Slot er búinn að vera harður. Við erum að tala um Salah hérna. Hann er harður að henda honum á bekkinn þrjá leiki í röð. Ég ber virðingu fyrir því, það er bara rétt hjá honum,“ sagði Albert og fór líka yfir aðra leikmenn Liverpool sem hefur sett á bekkinn. „Af hverju fær Konaté alltaf að vera í liðinu, maður sem vill ekki skrifa undir nýjan samning. Ég skil það ekki. Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot þarna þegar hann fór í fyrra. Það er eitthvað sem hann er með á honum,“ sagði Albert. Það má horfa á alla þessa umræðu um Ibrahima Konaté hér fyrir ofan. Enski boltinn Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Dagskráin í dag: Messan, meistarar Víkings, píla og NFL-veisla Sport Fleiri fréttir Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Sjá meira
Liverpool missti niður 2-0 forystu á móti Leeds um helgina og varð á endanum að sætta sig við 3-3 jafntefli. Konaté gaf vítaspyrnu í stöðunni 2-0 sem kom Leeds-mönnum inn í leikinn. Alberti Brynjari Ingasyni fannst þessi frammistaða Konaté vera enn eitt dæmið um slaka spilamennsku hans. Ekkert eðlilega heimskuleg ákvörðun „Þessi leikur var náttúrulega bara nánast kominn í hús. Þeir voru 2-0 yfir og sigur þarna hefði róað ástandið svo mikið fyrir [Arne] Slot. Þá hefðu þetta verið sjö stig í síðustu þremur leikjum,“ sagði Albert. „Þeir voru komnir í 2-0 og þessi leikur var í fullkomnu jafnvægi áður en hann henti sér í þessa tæklingu. Þetta er ekkert eðlilega heimskuleg ákvörðun hjá Konaté,“ sagði Albert og vildi líka meina að Konaté hafi gert mistök í öðru marki Leeds. Albert tók síðan fyrir fjölda atvika á leiktíðinni þar sem Konaté leit illa út í Liverpool-vörninni. „Það eru fimmtán leikir búnir á tímabili og það er hægt að finna svo rosalega margar klippur af Konaté,“ sagði Albert og sýndi nokkrar þeirra. Þetta er svo letilegt „Þetta er svo letilegt, fótavinnan er svo þung og hún er svo hæg. Þetta er bara leikur eftir leik þar sem Konaté á skítaframmistöðu,“ sagði Albert. „Það er eins og hann sé farinn í hausnum og vilji bara ekki meiðast,“ skaut Arnar Gunnlaugsson inn í. „Þetta er bara svo skrítið því þetta byrjaði bara strax í fyrstu umferð,“ sagði Albert. Hann benti líka á það að Arne Slot hefur verið óhræddur við að bekkja aðra leikmenn en Konaté er alltaf í liðinu. Slot er búinn að vera harður „Slot er búinn að vera harður. Við erum að tala um Salah hérna. Hann er harður að henda honum á bekkinn þrjá leiki í röð. Ég ber virðingu fyrir því, það er bara rétt hjá honum,“ sagði Albert og fór líka yfir aðra leikmenn Liverpool sem hefur sett á bekkinn. „Af hverju fær Konaté alltaf að vera í liðinu, maður sem vill ekki skrifa undir nýjan samning. Ég skil það ekki. Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot þarna þegar hann fór í fyrra. Það er eitthvað sem hann er með á honum,“ sagði Albert. Það má horfa á alla þessa umræðu um Ibrahima Konaté hér fyrir ofan.
Enski boltinn Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Dagskráin í dag: Messan, meistarar Víkings, píla og NFL-veisla Sport Fleiri fréttir Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Sjá meira