Enski boltinn

Brynjar Björn frá í mánuð

Elvar Geir Magnússon skrifar
Brynjar Björn Gunnarsson.
Brynjar Björn Gunnarsson.

Brynjar Björn Gunnarsson mun ekki leika með Reading næstu fjórar vikurnar þar sem hann þarf að gangast undir aðgerð vegna nárameiðsla sinna. Brynjar hefur ekki leikið með Reading síðan í janúar.

Nú hefur verið ákveðið að senda Brynjar undir hnífinn til að leysa þetta vandamál. Hann fór til London í dag til að fara í aðgerðina en Reading vill fá hann í gott stand sem fyrst.

Reading er í harðri baráttu við falldrauginn í ensku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×