Slaven Bilic, landsliðsþjálfari Króata, segist ekki vera að hætta störfum til að gerast stjóri í ensku úrvalsdeildinni eins og enskir fjölmiðlar hafa greint frá undanfarið.
Bilic var sagður í sigtinu hjá félögum eins og West Ham þar sem hann spilaði sem leikmaður á síðasta áratug. "Það er gaman að lesa um það í blöðunum að félög á Englandi hafi áhuga, en á sama hátt fer það í taugarnar á mér því ég vil vinna vinnuna mína með Króata í friði," sagði Bilic í samtali við BBC.