10 óvæntustu úrslit í sögu enska bikarsins 11. mars 2008 14:56 Barnsley sló Chelsea út úr bikarnum um helgina NordcPhotos/GettyImages Lið Barnsley hefur náð að rita nafn sitt í sögubækurnar í enska bikarnum að undanförnu með því að slá út bæði Liverpool og Chelsea á leið sinni í undanúrslit keppninnar. Breska blaðið Sun tók í tilefni af því saman lista yfir 10 af óvæntustu úrslitum í sögu þessarar sögufrægu bikarkeppni og til marks um afrek Barnsley liðsins komast báðir sigrar þess inn á listann. 10. West Ham 1 - Arsenal 0 (1980) West Ham var síðasta liðið utan efstu deildar til að vinna enska bikarinn. Trevor Brooking var ekki þekktur fyrir að vera sérstakur skallamaður, skoraði sigurmarkið með skalla á Wembley og tryggði litla liðinu óvæntan sigur. 9. Sunderland 1 - Leeds 0 (1973) Leeds liðið var handhafi bikarsins þetta árið og flestir spáðu því að liðið mundi endurtaka leikinn þegar það mætti B-deildarliði Sunderland í úrslitum. Annað kom hinsvegar á daginn og Ian Porterfield skoraði sigurmarkið um miðjan fyrri hálfleik. Markvörðurinn Jim Montgomery var hetja Sunderland í leiknum þegar hann varði ótrúlega frá Peter Lorimer og hindraði að Leeds jafnaði leikinn. 8. Bornemouth 2 - Man Utd 0 (1984) Manchester United var ekki sama stórveldið á þessum tíma og það er í dag, en liðið var engu að síður ríkjandi bikarmeistari þegar það mætti C-deildarliði Bournemouth í þriðju umferð keppninnar. Þetta var aðeins fyrsti af mörgum glæstum bikarsigrum Harry Redknapp sem þjálfara á ferlinum, en hann var þá stjóri Bournemouth. 7. Colchester 3 - Leeds 2 (1971) Leeds hafði komist í bikarúrslitaleikinn árin tvö á undan og lyfti bikarnum ári eftir þennan leik. Í fimmtu umferðinni 1971 upplifði liðið þó martröð þegar það var slegið út af D-deildarliði Colchester, sem komst í 3-0 í leiknum áður en Leeds náði að minnka muninn. 6. Liverpool 1 - Barnsley 2 (2008) Það var í þessum leik sem ótrúleg bikarsyrpa Barnsley liðsins hófst í ár. Liverpool hvíldi nokkra af lykilmönnum sínum og það virtist ekki ætla að koma að sök þegar Dirk Kuyt kom þeim rauklæddu yfir í leiknum. Steve Foster jafnaði hinsvegar leikinn fyrir Barnsley og Brian Howard stimplaði nafn sitt í sögubækurnar með dramatísku sigurmarki á Anfield. Leikmenn Barnsley fagna sigrinum á LiverpoolNordicPhotos/GettyImages 5. Barnsley 1 - Chelsea 0 Byrjunarlið Chelsea í leiknum kostaði hátt í 16 milljarða króna og innihélt stjörnur á borð við Michael Ballack og John Terry. Barnsley-mönnum var slétt sama um það og fylgdu eftir ótrúlegum sigri á Liverpool með því að slá Chelsea úr keppni. Kayode Odejayi skoraði sigurmarkið með skalla og tryggði Barnsley sæti í undanúrslitum keppninnar í fyrsta skipti síðan fyrir fyrri heimsstyrjöld. 4. Sutton 2 - Coventry 1 (1989) Coventry var í sjötta sæti í efstu deild og hafði orðið bikarmeistari á Englandi aðeins tveimur árum áður. Liðinu var hinsvegar kippt hressilega niður á jörðina af áhugamönnunum í Sutton. Síðan þá hefur engu utandeildarliði tekist að slá út lið í efstu deild í keppninni. 3. Yeovil 2 - Sunderland 1 (1949) Sunderland var í efstu deild og leitt áfram af hinum magnaða Len Shackleton. Liðið þurfti þó að sætta sig við að vera auðmýkt af utandeildarliðinu Yeovil í þokunni á Huish Park í fjórðu umferð bikarsins. Þetta er enn stærsta augnablik í sögu liðsins. 2. Wrexham 2 - Arsenal 1 (1992) Arsenal varð enskur meistari leiktíðinna á undan, en Wrexham vermdi botnsætið í B-deildinni. Það hafði hinsvegar lítið að segja þegar þessi lið mættust í sígildum leik í þriðju umferðinni á Racecource, heimavelli Wrexham. Arsenal náði 1-0 forystu í leiknum en þeir Mickey Thomas og Steve Watkin tryggðu Wrexham ótrúlegan sigur. 1. Hereford 2 - Newcastle 1 (1972) Utandeildarliðið Hereford gerði jafntefli við Newcastle á útivelli í fyrri leik liðanna í þriðju umferðinni þetta árið og lengi vel leit út fyrir sigur Newcastle í síðari leiknum. Markamaskínan Malcom Macdonald hafði komið Newcastle yfir í leiknum, en þrumufleygur Ronnie Radford jafnaði leikinn fyrir heimamenn. Fagnaðarlætin sem brutust út eftir jöfnunarmarkið voru líkari óeirðum og fylltist völlurinn af áhorfendum á augabragði. Þegar tókst að rýma völlinn hélt leikur áfram og svo fór að lokum að Ricky George tryggði Hereford þennan sögulega sigur með marki í framlengingunni. Mark hans olli viðlíka tryllingi á vellinum, en upp úr stendur þrumufleygur Ronnie Radford - sannarlega eitt eftirminnilegasta mark í sögu enska boltans. Enski boltinn Mest lesið „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sport Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Fleiri fréttir Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Sjá meira
Lið Barnsley hefur náð að rita nafn sitt í sögubækurnar í enska bikarnum að undanförnu með því að slá út bæði Liverpool og Chelsea á leið sinni í undanúrslit keppninnar. Breska blaðið Sun tók í tilefni af því saman lista yfir 10 af óvæntustu úrslitum í sögu þessarar sögufrægu bikarkeppni og til marks um afrek Barnsley liðsins komast báðir sigrar þess inn á listann. 10. West Ham 1 - Arsenal 0 (1980) West Ham var síðasta liðið utan efstu deildar til að vinna enska bikarinn. Trevor Brooking var ekki þekktur fyrir að vera sérstakur skallamaður, skoraði sigurmarkið með skalla á Wembley og tryggði litla liðinu óvæntan sigur. 9. Sunderland 1 - Leeds 0 (1973) Leeds liðið var handhafi bikarsins þetta árið og flestir spáðu því að liðið mundi endurtaka leikinn þegar það mætti B-deildarliði Sunderland í úrslitum. Annað kom hinsvegar á daginn og Ian Porterfield skoraði sigurmarkið um miðjan fyrri hálfleik. Markvörðurinn Jim Montgomery var hetja Sunderland í leiknum þegar hann varði ótrúlega frá Peter Lorimer og hindraði að Leeds jafnaði leikinn. 8. Bornemouth 2 - Man Utd 0 (1984) Manchester United var ekki sama stórveldið á þessum tíma og það er í dag, en liðið var engu að síður ríkjandi bikarmeistari þegar það mætti C-deildarliði Bournemouth í þriðju umferð keppninnar. Þetta var aðeins fyrsti af mörgum glæstum bikarsigrum Harry Redknapp sem þjálfara á ferlinum, en hann var þá stjóri Bournemouth. 7. Colchester 3 - Leeds 2 (1971) Leeds hafði komist í bikarúrslitaleikinn árin tvö á undan og lyfti bikarnum ári eftir þennan leik. Í fimmtu umferðinni 1971 upplifði liðið þó martröð þegar það var slegið út af D-deildarliði Colchester, sem komst í 3-0 í leiknum áður en Leeds náði að minnka muninn. 6. Liverpool 1 - Barnsley 2 (2008) Það var í þessum leik sem ótrúleg bikarsyrpa Barnsley liðsins hófst í ár. Liverpool hvíldi nokkra af lykilmönnum sínum og það virtist ekki ætla að koma að sök þegar Dirk Kuyt kom þeim rauklæddu yfir í leiknum. Steve Foster jafnaði hinsvegar leikinn fyrir Barnsley og Brian Howard stimplaði nafn sitt í sögubækurnar með dramatísku sigurmarki á Anfield. Leikmenn Barnsley fagna sigrinum á LiverpoolNordicPhotos/GettyImages 5. Barnsley 1 - Chelsea 0 Byrjunarlið Chelsea í leiknum kostaði hátt í 16 milljarða króna og innihélt stjörnur á borð við Michael Ballack og John Terry. Barnsley-mönnum var slétt sama um það og fylgdu eftir ótrúlegum sigri á Liverpool með því að slá Chelsea úr keppni. Kayode Odejayi skoraði sigurmarkið með skalla og tryggði Barnsley sæti í undanúrslitum keppninnar í fyrsta skipti síðan fyrir fyrri heimsstyrjöld. 4. Sutton 2 - Coventry 1 (1989) Coventry var í sjötta sæti í efstu deild og hafði orðið bikarmeistari á Englandi aðeins tveimur árum áður. Liðinu var hinsvegar kippt hressilega niður á jörðina af áhugamönnunum í Sutton. Síðan þá hefur engu utandeildarliði tekist að slá út lið í efstu deild í keppninni. 3. Yeovil 2 - Sunderland 1 (1949) Sunderland var í efstu deild og leitt áfram af hinum magnaða Len Shackleton. Liðið þurfti þó að sætta sig við að vera auðmýkt af utandeildarliðinu Yeovil í þokunni á Huish Park í fjórðu umferð bikarsins. Þetta er enn stærsta augnablik í sögu liðsins. 2. Wrexham 2 - Arsenal 1 (1992) Arsenal varð enskur meistari leiktíðinna á undan, en Wrexham vermdi botnsætið í B-deildinni. Það hafði hinsvegar lítið að segja þegar þessi lið mættust í sígildum leik í þriðju umferðinni á Racecource, heimavelli Wrexham. Arsenal náði 1-0 forystu í leiknum en þeir Mickey Thomas og Steve Watkin tryggðu Wrexham ótrúlegan sigur. 1. Hereford 2 - Newcastle 1 (1972) Utandeildarliðið Hereford gerði jafntefli við Newcastle á útivelli í fyrri leik liðanna í þriðju umferðinni þetta árið og lengi vel leit út fyrir sigur Newcastle í síðari leiknum. Markamaskínan Malcom Macdonald hafði komið Newcastle yfir í leiknum, en þrumufleygur Ronnie Radford jafnaði leikinn fyrir heimamenn. Fagnaðarlætin sem brutust út eftir jöfnunarmarkið voru líkari óeirðum og fylltist völlurinn af áhorfendum á augabragði. Þegar tókst að rýma völlinn hélt leikur áfram og svo fór að lokum að Ricky George tryggði Hereford þennan sögulega sigur með marki í framlengingunni. Mark hans olli viðlíka tryllingi á vellinum, en upp úr stendur þrumufleygur Ronnie Radford - sannarlega eitt eftirminnilegasta mark í sögu enska boltans.
Enski boltinn Mest lesið „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sport Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Fleiri fréttir Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Sjá meira
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn