Enski boltinn

Wenger hrósar Flamini og Fabregas

Elvar Geir Magnússon skrifar
Flamini og Fabregas góðir saman.
Flamini og Fabregas góðir saman.

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, segir að Cesc Fabregas og Mathieu Flamini myndi besta miðjupar sem hann hefur unnið með hjá liðinu.

Hann telur því að þeir séu betri en Frakkarnir Patrick Vieira og Emmanuel Petit sem gerðu garðinn frægan á Highbury. Þeir áttu stóran þátt í tvöföldum sigri Arsenal 1998 og heimsmeistaratitli Frakka sama ár.

Fabregas hefur bætt leik sinn ár frá ári síðan hann lék sinn fyrsta leik 2003. Flamini hefur slegið í gegn á þessari leiktíð fyrir ótrúlega vinnusemi.

„Já, þeir eru besta miðvallarpar sem ég hef stýrt," sagði Wenger við heimasíðu Arsenal. „Þeir hafa góða tækni sóknarlega og ná vel saman. Þeir eru ekki eins líkamlega sterkir og Vieira og Petit en bæta það upp með miklum leikskilningi og vega hvorn annan upp."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×