Hermann skoraði - Lampard með fjögur Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. mars 2008 21:53 Jermain Defoe fagnar öðru marka sinna. Nordic Photos / Getty Images Þrír leikur fóru fram í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Hermann Hreiðarsson skoraði í 4-2 sigri Portsmouth á Birmingham og Chelsea fór heldur illa með botnlið Derby. Frank Lampard skoraði fjögur mörk í 6-1 sigri Chelsea á Derby en þar að auki gerðu Aston Villa og Middlesbrough 1-1 jafntefli. Mark Hermanns kom í upphafi síðari hálfleiks og kom hann sínum mönnum í 3-2 forystu. Litlu munaði að þetta reyndist sigurmark leiksins en Kanu bætti fjórða markinu við í blálokin. Þá vakti sérstaka athygli að Hermann fagnaði markinu eins og ungur sóknarmaður frá Suður-Ameríku, með laglegu heljarstökki fram á við. Portsmouth - Birmingham 4-2 1-0 Jermain Defoe, víti (6.) 2-0 Jermain Defoe (8.) 2-1 Fabrice Muamba (9.) 2-2 Sebastian Larsson (40.) 3-2 Hermann Hreiðarsson (49.) 4-2 Kanu (90.) Hermann var á sínum stað í byrjunarliðinu í kvöld en þeir Jermain Defoe og Milan Baros voru í fremstu víglínu liðsins. Hjá Birmingham var James McFadden á bekknum en Mauro Zarate fékk tækifæri í byrjunarliðinu í fyrsta skipti. Upphafsmínúturnar voru afar fjörugar í þessum leik. Defoe kom Portsmouth yfir úr vítaspyrnu eftir að David Murphy handlék knöttinn í eigin vítateig og Defoe bætti svo öðru við skömmu síðar af stuttu færi. En gestirnir frá Birmingham voru ekki slegnir af laginu og Fabrice Muamba skoraði af stuttu færi eftir hornspyrnu Liam Ridgewell. Þarna voru níu mínútur liðnar af leiknum og þrjú mörk þegar komin. Sebastian Larsson náði svo að jafna metin fyrir Birmingham áður en flautað var til hálfleiks með glæsilegu marki, beint úr aukaspyrnu. Síðari hálfleikur var nýbyrjaður er Hermann skoraði þriðja mark Birmingham. Sulley Muntari tók aukaspyrnu inn á teiginn þar sem boltinn datt beint fyrir Hermann sem skoraði af stuttu færi. Hann fagnaði markinu einstaklega skemmtilega þar sem hann tók létt heljarstökk fram á við. Heimamenn héldu forystunni og bættu svo fjórða markinu við í uppbótartíma er Kanu skoraði með skalla eftir fyrirgjöf Pedro Mendes. Chelsea - Derby 6-11-0 Frank Lampard, víti (28.) 2-0 Salomon Kalou (42.) 3-0 Frank Lampard (57.) 4-0 Joe Cole (64.) 5-0 Frank Lampard (66.) 6-0 Frank Lampard (72.) Avram Grant gerði fimm breytingar á sínu liði og skyldi engan undra - liðið tapaði fyrir Barnsley í bikarnum um helgina. Paulo Ferreira, Ashley Cole, Claude Makalele, Frank Lampard og Salomon Kalou voru komnir í liðið en Didier Drogba var enn á bekknum. Robbie Savage var nokkuð óvænt í liði Derby og þá var Hossam Ghaly einnig í byrjunarliðinu. Chelsea byrjaði mun betur í leiknum og Lampard átti skot í stöng eftir að varnarmenn Derby voru teknir í bólinu. Lampard brást svo ekki bogalistin er hann skoraði úr vítaspyrnu sem hann fiskaði sjálfur þar sem Dean Leacock braut á honum. Áður en hálfleikurinn var liðinn skoraði Kalou annað mark Chelsea eftir að Roy Carroll hljóp út úr marki sínu til að reyna að ná til boltans. Lampard skoraði svo þriðja mark Chelsea eftir fyrirgjöf Joe Cole sem skoraði sjálfur fjórða markið eftir að hann fylgdi eftir skoti Nicolas Anelka. Lampard innsiglaði svo þrennuna með fimmta marki Chelsea með góðu skoti af 25 metra færi. En hann var ekki hættur og skoraði sjötta mark Chelsea skömmu síðar. Derby náði reyndar að klóra í bakkann með marki David Jones eftir mistök Michael Essien sem var nýkominn inn á sem varamaður. Þar við sat, sem betur fer fyrir gestina. Aston Villa - Middlesbrough 1-10-1 Stewart Downing (23.) 1-1 Gareth Barry, víti (74.) Middlesbrough gerði þrjár breytingar frá bikarleiknum um helgina þar sem liðið tapaði fyrir Cardiff City. Mido, George Boateng og Mohamed Shawky komu inn í byrjunarliðið á kostnað Afonso Alves, Fabio Rochemback og Julio Arca. Hjá Aston Villa kom Zat Knight inn í stað Curtis Davies sem verður frá keppni fram í október næstkomandi vegna meiðsla. Middlesbrough hefði átt að komast yfir eftir um tíu mínútna leik er Tuncay og Mido fengu tvö góð færi til að skora fyrsta mark leiksins. En skömmu síðar færði Stewart Downing sér mistök Zat Knight í nyt og skoraði með laglegu skoti. Boro hélt áfram að sækja og Shawky átti gott skot að marki af löngu færi sem fór rétt fram hjá markinu. En Aston Villa neituðu að játa sig sigraða og Mido varð að hreinsa af marklínu eftir að John Carew reyndi að jafna metin. Það kom svo á daginn að Aston Villa náði að jafna metin í síðari hálfleik. Liðið fékk afar umdeilda vítapsyrnu er Luke Young fær boltann í höndina en það var mjög líklega óviljandi. Gareth Barry skoraði úr vítinu og þar við sat, 1-1 jafntefli. Þótti það heldur óverðskuldað fyrir heimamenn. Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Fleiri fréttir Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Sjá meira
Þrír leikur fóru fram í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Hermann Hreiðarsson skoraði í 4-2 sigri Portsmouth á Birmingham og Chelsea fór heldur illa með botnlið Derby. Frank Lampard skoraði fjögur mörk í 6-1 sigri Chelsea á Derby en þar að auki gerðu Aston Villa og Middlesbrough 1-1 jafntefli. Mark Hermanns kom í upphafi síðari hálfleiks og kom hann sínum mönnum í 3-2 forystu. Litlu munaði að þetta reyndist sigurmark leiksins en Kanu bætti fjórða markinu við í blálokin. Þá vakti sérstaka athygli að Hermann fagnaði markinu eins og ungur sóknarmaður frá Suður-Ameríku, með laglegu heljarstökki fram á við. Portsmouth - Birmingham 4-2 1-0 Jermain Defoe, víti (6.) 2-0 Jermain Defoe (8.) 2-1 Fabrice Muamba (9.) 2-2 Sebastian Larsson (40.) 3-2 Hermann Hreiðarsson (49.) 4-2 Kanu (90.) Hermann var á sínum stað í byrjunarliðinu í kvöld en þeir Jermain Defoe og Milan Baros voru í fremstu víglínu liðsins. Hjá Birmingham var James McFadden á bekknum en Mauro Zarate fékk tækifæri í byrjunarliðinu í fyrsta skipti. Upphafsmínúturnar voru afar fjörugar í þessum leik. Defoe kom Portsmouth yfir úr vítaspyrnu eftir að David Murphy handlék knöttinn í eigin vítateig og Defoe bætti svo öðru við skömmu síðar af stuttu færi. En gestirnir frá Birmingham voru ekki slegnir af laginu og Fabrice Muamba skoraði af stuttu færi eftir hornspyrnu Liam Ridgewell. Þarna voru níu mínútur liðnar af leiknum og þrjú mörk þegar komin. Sebastian Larsson náði svo að jafna metin fyrir Birmingham áður en flautað var til hálfleiks með glæsilegu marki, beint úr aukaspyrnu. Síðari hálfleikur var nýbyrjaður er Hermann skoraði þriðja mark Birmingham. Sulley Muntari tók aukaspyrnu inn á teiginn þar sem boltinn datt beint fyrir Hermann sem skoraði af stuttu færi. Hann fagnaði markinu einstaklega skemmtilega þar sem hann tók létt heljarstökk fram á við. Heimamenn héldu forystunni og bættu svo fjórða markinu við í uppbótartíma er Kanu skoraði með skalla eftir fyrirgjöf Pedro Mendes. Chelsea - Derby 6-11-0 Frank Lampard, víti (28.) 2-0 Salomon Kalou (42.) 3-0 Frank Lampard (57.) 4-0 Joe Cole (64.) 5-0 Frank Lampard (66.) 6-0 Frank Lampard (72.) Avram Grant gerði fimm breytingar á sínu liði og skyldi engan undra - liðið tapaði fyrir Barnsley í bikarnum um helgina. Paulo Ferreira, Ashley Cole, Claude Makalele, Frank Lampard og Salomon Kalou voru komnir í liðið en Didier Drogba var enn á bekknum. Robbie Savage var nokkuð óvænt í liði Derby og þá var Hossam Ghaly einnig í byrjunarliðinu. Chelsea byrjaði mun betur í leiknum og Lampard átti skot í stöng eftir að varnarmenn Derby voru teknir í bólinu. Lampard brást svo ekki bogalistin er hann skoraði úr vítaspyrnu sem hann fiskaði sjálfur þar sem Dean Leacock braut á honum. Áður en hálfleikurinn var liðinn skoraði Kalou annað mark Chelsea eftir að Roy Carroll hljóp út úr marki sínu til að reyna að ná til boltans. Lampard skoraði svo þriðja mark Chelsea eftir fyrirgjöf Joe Cole sem skoraði sjálfur fjórða markið eftir að hann fylgdi eftir skoti Nicolas Anelka. Lampard innsiglaði svo þrennuna með fimmta marki Chelsea með góðu skoti af 25 metra færi. En hann var ekki hættur og skoraði sjötta mark Chelsea skömmu síðar. Derby náði reyndar að klóra í bakkann með marki David Jones eftir mistök Michael Essien sem var nýkominn inn á sem varamaður. Þar við sat, sem betur fer fyrir gestina. Aston Villa - Middlesbrough 1-10-1 Stewart Downing (23.) 1-1 Gareth Barry, víti (74.) Middlesbrough gerði þrjár breytingar frá bikarleiknum um helgina þar sem liðið tapaði fyrir Cardiff City. Mido, George Boateng og Mohamed Shawky komu inn í byrjunarliðið á kostnað Afonso Alves, Fabio Rochemback og Julio Arca. Hjá Aston Villa kom Zat Knight inn í stað Curtis Davies sem verður frá keppni fram í október næstkomandi vegna meiðsla. Middlesbrough hefði átt að komast yfir eftir um tíu mínútna leik er Tuncay og Mido fengu tvö góð færi til að skora fyrsta mark leiksins. En skömmu síðar færði Stewart Downing sér mistök Zat Knight í nyt og skoraði með laglegu skoti. Boro hélt áfram að sækja og Shawky átti gott skot að marki af löngu færi sem fór rétt fram hjá markinu. En Aston Villa neituðu að játa sig sigraða og Mido varð að hreinsa af marklínu eftir að John Carew reyndi að jafna metin. Það kom svo á daginn að Aston Villa náði að jafna metin í síðari hálfleik. Liðið fékk afar umdeilda vítapsyrnu er Luke Young fær boltann í höndina en það var mjög líklega óviljandi. Gareth Barry skoraði úr vítinu og þar við sat, 1-1 jafntefli. Þótti það heldur óverðskuldað fyrir heimamenn.
Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Fleiri fréttir Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Sjá meira
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti