Enski boltinn

Barnsley mætir Cardiff í undanúrslitunum

NordicPhotos/GettyImages

Í dag var dregið í undanúrslitin í enska bikarnum þar sem þrjú lið úr ensku B-deildinni voru í pottinum ásamt Hermanni Hreiðarssyni og félögum í úrvalsdeildarliðinu Portsmouth.

Spútniklið Barnsley sem sló bæði Liverpool og Chelsea út úr keppninni, mætir Cardiff í undanúrslitunum, en Cardiff sló úrvalsdeildarliðið Middlesbrough út úr keppninni um helgina. Bæði liðin eru á svipuðu róli í neðri hluta B-deildarinnar á Englandi.

Í hinni undanúrslitaviðureigninni mætast svo West Brom og Portsmouth.

Leikirnir fara báðir fram á Wembley dagana 5. og 6. apríl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×