Enski boltinn

Lampard fer ekki fet

Lampard var ótrúlegur í gær
Lampard var ótrúlegur í gær NordcPhotos/GettyImages

Avram Grant stjóri Chelsea hefur ítrekað að Chelsea muni gera allt sem í valdi þess stendur til að halda miðjumanninum Frank Lampard, en hann hefur verið orðaður við mörg af stóru liðunum á meginlandinu í fjölmiðlum að undanförnu.

"Félagið vill halda Frank og ekkert hefur breyst í þeim efnum. Ég get fullyrt að Frank vill vera áfram hjá Chelsea, en samtöl mín við leikmenn eru einkamál. Hann er búinn að skora yfir 100 mörk fyrir Chelsea og ég er viss um að hann skorar fleiri en 150 fyrir félagið," sagði Grant í kjölfar þess að Lampard skoraði fjögur mörk í stórsigri Chelsea á Derby í gærkvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×