Enski boltinn

Ramos ánægður með leikmenn sína

NordcPhotos/GettyImages

Juande Ramos stjóri Tottenham vildi ekki skella skuldinni á leikmenn sína í gærkvöld eftir að þeir féllu úr leik í Uefa keppninni eftir vítakeppni gegn PSV Eindhoven.

Tottenham tapaði fyrri leiknum 1-0 heima en náði að vinna 1-0 í gær og koma leiknum í vítakeppni. Þar fóru þeir Jermaine Jenas og Pascal Chimbonda illa að ráði sínu og enska liðið var úr leik. Þetta var ekki í fyrsta skipti sem Englendingum gengur illa í vítaspyrnukeppni.

"Ég vissi ekki að enskir leikmenn væru verri en aðrir í vítakeppnum og hver einasti maður sem tekur víti í svona keppni er hugrakkur. Ef við hefðum skorað úr fimmta vítinu hefði leikurinn verið búinn, en það eru alltaf helmingslíkur á því að maður falli úr keppni í vítakeppni. Auðvitað eru allir daprir yfir þessum úrslittum en svona er þetta bara," sagði Ramos og ætlar nú að einbeita sér að úrvalsdeildinni.

"Það eru tveir mánuðir eftir af leiktíðinni og ég vona að leikmennirnir jafni sig á þessu og snúi sér að því að gera sitt besta í deildinni."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×