Enski boltinn

Queiroz talar fimm tungumál

Ferguson og Queiroz eru sleipir tungumálamenn
Ferguson og Queiroz eru sleipir tungumálamenn NordcPhotos/GettyImages

Sir Alex Ferguson segist fagna því að hafa frönskumælandi leikmenn í liði sínu því það hjálpi honum að æfa sig í tungumáli þeirra. Hann treystir þó mest á aðstoðarmann sinn Carlos Queiroz, sem ku tala fimm tungumál.

"Menn grínast með það hérna í liðinu að enska sé annað tungumál í búningsklefanum. Ég hef gaman af því að tala við þá Evra, Saha og Sylvestre, því þá skána ég í frönskunni," sagði Ferguson, en hann er sagður vera að æfa sig í portúgölskunni líka enda með sex leikmenn í röðum liðsins frá Brasilíu og Portúgal.

Hann getur þó alltaf treyst á aðstoðarmann sinn Queiroz ef hann lendir í vandræðum með að koma hárblæstrinum sínum fræga til skila við leikmennina.

"Carlos talar spænsku, ítölsku, frönsku, ensku og portúgölsku, svo það er mjög þægilegt," sagði Ferguson í samtali við Sun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×