Enski boltinn

Skellir West Ham þeir verstu í hálfa öld

Svipbrigði þessa unga stuðningsmann West Ham lýsa vel gengi liðsins undanfarið
Svipbrigði þessa unga stuðningsmann West Ham lýsa vel gengi liðsins undanfarið NordcPhotos/GettyImages

Íslendingalið West Ham hefur mátt þola þrjú 4-0 töp í röð í ensku úrvalsdeildinni. Þessi töp eru verstu skellir liðs í þremur leikjum í röð í hálfa öld í efstu deild á Englandi.

Aðeins þrettán lið í sögu efstu deildar hafa mátt þola að tapa þremur leikjum í röð með fjórum mörkum eða meira, en það hefur þó ekki gerst síðan árið 1957 þegar Charlton kom út úr fimm leikja hrinu með markatöluna 5-26 og tapaði þeim öllum með fjórum mörkum eða meira.

Það er lið Darwen sem á hið óeftirsóknarverða met yfir flest töp í röð með fjórum mörkum eða meira, en liðið tapaði sex slíkum leikjum í röð leiktíðina 1891-92.

West Ham tekur á móti Blackburn á heimavelli sínum á laugardaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×