Enski boltinn

Okkur var slátrað

NordcPhotos/GettyImages

Paul Jewell stjóri Derby var auðmjúkur eftir að hans menn voru teknir í bakaríið 6-1 af Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í gær, þar sem Frank Lampard skoraði fjögur mörk.

"Þetta var eins og að sjá heimameistarann í þungavigt lumbra á áhugamanni í léttvigt. Slíkur var munurinn. Þetta voru menn á móti drengjum og þeir krömdu okkur eins og flugur. Þeir eru með heimsklassalið og það var erfitt að fá svona flengingu," sagði Jewell.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×