Enski boltinn

Tólf leikmenn á meiðslalista hjá Bolton

NordcPhotos/GettyImages

Bolton á erfiðan leik fyrir höndum gegn Sporting í Lissabon í síðari viðureign liðanna í 16-liða úrslitum Uefa keppninnar annað kvöld. Bolton flaug til Portúgal í dag án 12 fastamanna, en Heiðar Helguson var einn þeirra sem fór með í ferðina.

Liðin gerðu 1-1 jafntefli á Englandi í fyrri leiknum og ljóst að Bolton þarf að eiga toppleik til að fara áfram í keppninni. Grétar Rafn Steinsson er ólöglegur í leiknum eftir að hafa spilað með AZ Alkmaar í Evrópukeppninni á leiktíðinni.

Hópur Bolton:

Al Habsi, Hunt, Samuel, Meite, Giannakopoulos, Heiðar Helguson, Teymourian, Vaz Te, J O'Brien, Braaten, Harsanyi, Cahill, Sinclair, Guthrie, Cassidy, Sissons, Woolfe, Walker.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×