Enski boltinn

DIC er í viðræðum við Liverpool

George Gillett
George Gillett Nordic Photos / Getty Images

Talsmaður Dubai Investment Capital hefur staðfest að félagið sé enn í viðærðum um kaup á stórum hlut í enska úrvalsdeildarfélaginu Liverpool. Sky fréttastofan greinir frá þessu.

Hér mun vera um að ræða hlut George Gillett, en Tom Hicks hefur alfarið neitað að ætla að selja sinn hlut. Forráðamenn DIC hafa gefið það út að þeir myndu sætta sig við að eignast aðeins 49% hlut í félaginu á móti Hicks.

"DIC er í viðræðum við eigendur Liverpool en ekkert liggur fyrir um kaup eða hversu stór hluturinn yrði," sagði í yfirlýsingu frá DIC.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×