Enski boltinn

„De Ligt sá eini sem getur tekið við keflinu af Kompany“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ajax vann tvöfalt á tímabilinu.
Ajax vann tvöfalt á tímabilinu. vísir/getty
Matthijs de Ligt, fyrirliði Ajax, getur fyllt skarð Vincents Kompany hjá Manchester City. Þetta segir Dietmar Hamann, fyrrverandi leikmaður City.

Kompany yfirgefur City í sumar eftir ellefu farsæl ár hjá félaginu.Hann hefur verið ráðinn spilandi þjálfari hjá Anderlecht í Belgíu.

De Ligt, sem er aðeins 19 ára, vakti mikla athygli fyrir frammistöðu sína með Ajax í vetur og átti stóran þátt í því að liðið vann tvöfalt og komst í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu.

„Það verður erfitt að fylla skarð Kompanys en í mínum huga er aðeins einn maður sem getur gert það; Matthijs de Ligt,“ sagði Hamann sem lék með Kompany hjá City.

„Sumir segja að De Ligt sé of ungur en ég er ekki sammála því. Stundum koma fram svona einstakir leikmenn. Hann er 19 ára strákur sem er byggður eins og hann sé 25 ára og spilar eins og hann sé þrítugur. Hann er sá sem getur tekið við keflinu af Kompany,“ bætti Hamann við.

City vann alla titlana sem í boði voru á Englandi á nýafstöðnu tímabili. Liðið hefur unnið fimm stóra titla á undanförnum tveimur árum.


Tengdar fréttir

City bikarmeistari eftir stórsigur

Manchester City er enskur bikarmeistari og fyrsta karlaliðið í sögunni til þess að vinna ensku þrennuna eftir öruggan sigur á Watford í bikarúrslitaleiknum á Wembley í dag.

Bayern vill fá Sané

Bayern München ætlar að reyna að fá Leroy Sané í sumar.

Guardiola: Við verðum að bæta okkur

Pep Guardiola gerði það sem enginn knattspyrnustjóri hefur gert áður á Englandi í dag, hann stýrði Manchester City til ensku þrennunnar með sigri í bikarúrslitunum gegn Watford.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×