Enski boltinn

Liverpool fékk meiri pening en meistarar Manchester City

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mohamed Salah og Sadio Mane urðu báðir markakóngar ensku úrvalsdeildarinnar.
Mohamed Salah og Sadio Mane urðu báðir markakóngar ensku úrvalsdeildarinnar. Getty/Laurence Griffiths

Liverpool fékk talsvert meiri pening en Manchester City frá ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili þrátt fyrir að enda einu sæti neðar en Englandsmeistararnir.

Liverpool vann sér inn 152 milljónir punda frá ensku úrvalsdeildinni en hér erum við að tala um tekjur vegna sölu sjónvarpsréttarins og verðlaunafé. Þetta gera 23,9 milljarða í íslenskum krónum.

Það sem vekur kannski mesta athygli er að þetta eru 1,44 milljónum punda meira en Englandsmeistarar Manchester City fengu í sama uppgjöri. 226 milljónir íslenskra króna er mikill munur.Ástæðan er að Liverpool var oftar í beinni útsendingu en lið Manchester City. 29 leikir voru sýndir hjá Liverpool en 26 hjá Manchester City.

Lærisveinar Pep Guardiola fengu samt 38,4 milljónir punda fyrir að vinna deildina sem er 2 milljónum punda meira en lærisveinar Jürgen Klopp fengu fyrir annað sætið.

Huddersfield rak lestina á þessum peningalista en fékk engu að síður 96,6 milljónir punda eða tæpa 15,2 milljarða íslenskra króna.

Heildargreiðslur til félaganna frá ensku úrvalsdeildinni vegna 2018-19:
(Raðað eftir lokastöðu í deildinni)

Manchester City    (26 leikir)    150.986.355 pund
Liverpool    (29 leikir)    152.425.146 pund
Chelsea    (25 leikir)    146.030.216 pund
Tottenham    (26 leikir)    145.230.801 pund
Arsenal    (25 leikir)    142.193.180 pund
Manchester United    (27 leikir)    142.512.868 pund
Wolves    (15 leikir)    127.165.114 pund
Everton    (18 leikir)    128.603.905 pund
Leicester    (15 leikir)    123.328.078 pund
West Ham    (16 leikir)    122.528.663 pund
Watford    (10 leikir)    113.895.527 pund
Crystal Palace    (12 leikir)    114.215.215 pund
Newcastle    (19 leikir)    120.130.418 pund
Bournemouth    (10 leikir)    108.139.973 pund
Burnley    (11 leikir)    107.340.558 pund
Southampton    (10 leikir)    104.302.937 pund
Brighton    (13 leikir)    105.741.728 pund
Cardiff    (12 leikir)    102.704.107 pund
Fulham    (13 leikir)    101.904.692 pund
Huddersfield    (10 leikir)    96.628.865 pundAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.