Enski boltinn

Guardiola: Við verðum að bæta okkur

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Pep Guardiola hefur varla gert annað en að lyfta bikurum síðan hann kom til Englands
Pep Guardiola hefur varla gert annað en að lyfta bikurum síðan hann kom til Englands vísir/getty
Pep Guardiola gerði það sem enginn knattspyrnustjóri hefur gert áður á Englandi í dag, hann stýrði Manchester City til ensku þrennunnar með sigri í bikarúrslitunum gegn Watford.„Þetta var ótrúlegur úrslitaleikur hjá okkur og við erum að klára ótrúlegt ár,“ sagði Guardiola við BBC eftir leikinn en City rúllaði honum upp 6-0.„Ég vil óska öllum hjá félaginu til hamingju, sérstaklega leikmönnunum því þeir eru ástæðan fyrir því að við höfum unnið þessa titla.“Ederson átti frábæra vörslu snemma leiks frá Roberto Pereyra, hefði hann ekki varið hana gæti leikurinn hafa orðið öðruvísi.„Í úrslitaleikjum þá skipta svona hlutir máli. Ederson bjargaði okkur á lykilpunkti snemma leiks, það hefði verið erfitt fyrir okkur að lenda 1-0 undir.“City er tvöfaldur Englandsmeistari og vann báðar bikarkeppnirnar heima fyrir í ár. Getur liðið orðið enn betra?„Við verðum að gera það. Þú þarft alltaf að bæta þig, það er ekkert vit í því að standa í stað.“

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.