Enski boltinn

Guardiola: City hefur ekki efni á Griezmann

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Antoine Griezmann
Antoine Griezmann vísir/getty

Manchester City mun ekki gera kauptilboð í Antoine Griezmann því hann er of dýr sagði léttur Pep Guardiola.

Guardiola var að ræða við blaðamenn fyrir bikarúrslitaleik Manchester City og Watford í dag.

Hann var spurður út í Griezmann, en franski heimsmeistarinn tilkynnti það á dögunum að hann væri á förum frá Atletico Madrid. Barcelona hefur verið líklegasti áfangastaður Griezmann en City er sagt hafa áhuga.

„Við fólkið í Barcelona segi ég: Ekki hafa áhyggjur, Manchester City mun ekki kaupa Antoine Griezmann, við eigum ekki efni á honum,“ sagði Guardiola léttur í lund.

Hann bætti svo við að City hefði ekki áhuga á Griezmann.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.