Enski boltinn

Bayern vill fá Sané

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sané á ferðinni í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar um síðustu helgi. Þá vann Manchester City stórsigur á Watford, 6-0.
Sané á ferðinni í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar um síðustu helgi. Þá vann Manchester City stórsigur á Watford, 6-0. vísir/getty

Bayern München vill fá þýska landsliðsmaninn Leroy Sané frá Manchester City.

Kantmennirnir Arjen Robben og Franck Ribéry yfirgefa Bayern í sumar og Karl-Heinz Rummenigge, einn af hæstráðendum hjá Bayern, sér Sané fyrir sér sem eftirmann þeirra.

„Við munum reyna að fá hann en ég get ekki lofað að það heppnist,“ sagði Rummenigge.

Hann bætti við Bayern hefði haft augastað á Sané fyrir nokkrum árum, þegar hann lék með Schalke.

„Við höfðum áhuga á honum þegar hann var enn hjá Schalke. En þá hefði verið erfiðara fyrir hann að komast í byrjunarliðið þar sem Robben og Ribéry voru enn á toppnum,“ sagði Rummenigge.

Sané hefur unnið fimm stóra titla síðan hann gekk í raðir City 2016. Hann skoraði 16 mörk í 47 leikjum í vetur en missti sæti sitt í byrjunarliði City seinni hluta tímabils.

Bayern tryggði sér þýska meistaratitilinn um síðustu helgi. Liðið mætir RB Leipzig í úrslitaleik þýsku bikarkeppninnar í dag.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.