Fótbolti

Galassi og Nedved hlógu að því að Guardiola væri á leið til Juventus

Anton Ingi Leifsson skrifar
Guardiola hress á sigurhátíð City.
Guardiola hress á sigurhátíð City. vísir/getty
Pep Guardiola er ekki að fara taka við Juventus eftir að Massimiliano Allegri var látinn fara eftir tímabilið en þetta staðfesti stjórnarmaður Manchester City.

Albero Galassi, stjórnarmaður hjá City, sagði í viðtali við Sky á Ítalíu að hann hafi hlegið af sögusögnunum og segir hann að meðlimir Juventus hafi einnig gert það.

„Ég vil staðfesta það sem Guardiola sagði á síðasta blaðamannafundi. Hann vill vera áfram hjá Manchester City,“ sagði Galassi í samtali við Sky Sports.

„Þessar sögusagnir eiga sér enga stoð í raunveruleikanum. Það er ótrúlegt að fjölmiðlarnir koma með svona fréttir út. Þetta er galið. Guardiola vill vera áfram.“

„Hann er frábær atvinnumaður og hann vill ekki fara. Hann trúir því ekki að það sé ekki hlustað á hann,“ en Guardiola er með samning til 2021.

Galassi sagði einnig að hann og goðsögnin Pavel Nedved, núverandi varaformaður Juventus, hafi báðir hlegið af þessum orðrómum.

„Ég talaði við Pavel Nedved í dag og ég hef þekkt hann lengi. Við hlógum að þessu,“ sagði Galassi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×