Enski boltinn

Einu verðlaunin sem City á eftir að vinna er þjóðarhjartað

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Leikmenn Manchester City fagna bikarsigrinum í gær
Leikmenn Manchester City fagna bikarsigrinum í gær vísir/getty
Það eina sem Manchester City á eftir að vinna er þjóðarhjartað og dýrð. Þetta segir Jonathan Northcroft, fótboltablaðamaður The Times.

Northcroft byrjar pistil sinn á því að minnast á lið Tottenham sem vann tvennuna árið 1961. Stjarna liðsins, Danny Blanchflower, sagði að fótbolti snérist ekki um að vinna heldur um dýrð.

Nokkur félög hafa síðan náð í tvennu en Manchester City varð í gær fyrsta karlaliðið til þess að ná í þrennu. Samt eru eftirsóttustu verðlaunin, dýrðin, ekki í sjónmáli City samkvæmt Northcroft.

„City hefur ekki gripið nógu mörg hjörtu og það er ekki bara skoðun þessa blaðamanns heldur líka Guardiola,“ skrifar Northcroft.

Eitt af vandamálum City er tímasetningin. Það var meiri gleði 1961 heldur en er í dag, á tímum samfélagsmiðla þar sem fólk keppist um að tala önnur lið niður. Annað vandamál er fótboltinn sem City spilar, hann er of góður. Frammistaðan er alltaf góð og það er lítil áhætta í leikjum þeirra. Sigrar þeirra hafa ekki þetta óvænta, dramatíska augnablik sem grípur almenning.

En það sem skiptir mestu máli eru eigendurnir. Það að City hafi aðgang að óendanlegu peningastreymi frá olíuveldi tekur rómantíkina úr leiknum.

„City er ofurárangursríkt fyrirtæki.“

Allan pistilinn má lesa hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×