Enski boltinn

Keyrði Pep Guardiola heim af sigurhátíð Manchester City

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það var gaman hjá Pep Guardiola í gær.
Það var gaman hjá Pep Guardiola í gær. Getty/Nathan Stirk

Stuðningsmaður Manchester City fékk heldur betur flottan gest í bílinn sinn á leiðinni heim frá sigurhátíð Manchester City í gærkvöldi.

Pep Guardiola þurfti að komast í gegnum mannþröngina og upp á hótelið sitt og hver var betri til verksins en einmitt harður stuðningsmaður City liðsins sem vill allt fyrir félagið sitt og stjórann gera.

Stuðningsmaðurinn heitir Mark Hilton en hann er einnig tökumaður hjá breska ríkisútvarpinu og var að mynda herlegheitin í gær.Mark Hilton var á heimleið frá hátíðinni þegar öryggisvörður kom að máli við hann.

Þúsundir stuðningsmanna karla- og kvennalið Manchester City mættu á sigurskrúðgöngu félagsins í Manchester í gær. Þetta var sögulegt tímabil og liðin unnu samtals sex titla á leiktíðinni.

Karlalið Manchester City vann heima-þrennuna sem engu öðru ensku liði hafði tekist fyrr.Skrúðgangan endaði fyrir framan dómkirkjuna í Manchester þar sem leikmenn og starfsfólk fóru upp á svið.

„Ég var að fara heim og bæði leikmennirnir og Pep voru inn í dómkirkjunni. Þá kom öryggisvörður til mín og spurði mig hvort ég gæti gefið Pep Guardiola far,“ sagði Mark Hilton sem tók heldur betur vel í það.„Ég sagði: Skutla honum heim? Ég skal bera hann heim.,“ sagði Mark Hilton í léttum tón.

Pep Guardiola ætlaði í fyrstu að ganga heim á hótelið sitt en göturnar voru enn fullar af fólki og öryggisvörðunum leist ekkert á það.

„Allan tímann þegar hann var í bílnum þá hugsaði ég: Það á enginn eftir að trúa þessu,“ sagði Mark Hilton.


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.