Enski boltinn

Guardiola: Þrennan erfiðari en Meistaradeildin

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Pep Guardiola varði Englandsmeistaratitilinn með Manchester City á dögunum
Pep Guardiola varði Englandsmeistaratitilinn með Manchester City á dögunum vísir/getty
Pep Guardiola segir erfiðara að vinna þrennuna á Englandi heldur en að vinna Meistaradeild Evrópu.

Manchester City varð fyrsta karlaliðið til þess að vinna alla þrjá titlana sem í boði eru á Englandi þegar lærisveinar Guardiola unnu Watford í bikarúrslitaleiknum í dag.

„Þetta er eitt besta tímabil sem ég hef upplifað sem knattspyrnustjóri. Ekki það besta, en eitt af þeim bestu,“ sagði Guardiola á blaðamannafundi eftir úrslitaleikinn.

„Að vera í 10 mánuði að berjast í öllum keppnum. Ekkert lið hefur gert það, ekki einu sinni ótrúleg lið sem hafa komið upp í þessu landi.“

„Ég elska Meistaradeild Evrópu, en að ná í þrennuna er erfiðara heldur en að vinna Meistaradeildina og við gerðum það.“

Meistaradeildartitill er líklegast sá eftirsóttasti í Evrópu og Pep Guardiola hefur ekki enn náð að vinna þá keppni með Manchester City.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×