Enski boltinn

Guardiola: Þrennan erfiðari en Meistaradeildin

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Pep Guardiola varði Englandsmeistaratitilinn með Manchester City á dögunum
Pep Guardiola varði Englandsmeistaratitilinn með Manchester City á dögunum vísir/getty

Pep Guardiola segir erfiðara að vinna þrennuna á Englandi heldur en að vinna Meistaradeild Evrópu.

Manchester City varð fyrsta karlaliðið til þess að vinna alla þrjá titlana sem í boði eru á Englandi þegar lærisveinar Guardiola unnu Watford í bikarúrslitaleiknum í dag.

„Þetta er eitt besta tímabil sem ég hef upplifað sem knattspyrnustjóri. Ekki það besta, en eitt af þeim bestu,“ sagði Guardiola á blaðamannafundi eftir úrslitaleikinn.

„Að vera í 10 mánuði að berjast í öllum keppnum. Ekkert lið hefur gert það, ekki einu sinni ótrúleg lið sem hafa komið upp í þessu landi.“

„Ég elska Meistaradeild Evrópu, en að ná í þrennuna er erfiðara heldur en að vinna Meistaradeildina og við gerðum það.“

Meistaradeildartitill er líklegast sá eftirsóttasti í Evrópu og Pep Guardiola hefur ekki enn náð að vinna þá keppni með Manchester City.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.