Fréttir í tímaröð



Fréttamynd

Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífur­lega dýr­mætt fyrir KR“

Þau stóru tíðindi bárust úr her­búðum KR í gær að þaul­reyndi at­vinnu- og lands­liðs­maðurinn Arnór Ingvi Trausta­son væri orðinn leik­maður liðsins. Óskar Hrafn Þor­valds­son, þjálfari KR, gleðst yfir því að fá svo stóran prófíl inn í leik­manna­hóp sinn. Arnór muni koma með gæði að borðinu innan vallar hjá KR en Óskar er ekki síður spenntur fyrir því sem hann getur gert fyrir félagið utan vallar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata

ÍR-ingar voru ekki lengi að bæta við sig leikmanni í jólafríinu. Króatíski körfuboltamaðurinn Emilio Banić hefur skrifað undir samning við ÍR og mun spila með Breiðhyltingum í Bónus-deild karla í körfubolta á nýju ári.

Körfubolti
Fréttamynd

Í bann fyrir að kasta flösku í barn

Georgetown-háskólinn hefur sett körfuboltaþjálfarann Ed Cooley í eins leiks bann eftir að hann kastaði vatnsflösku í barn á áhorfendapöllunum í reiðskasti í leik. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá skólanum á sunnudag.

Körfubolti
Fréttamynd

Dag­skráin í dag: Sá elsti á HM í pílu og enski boltinn

Það styttist heldur betur í jólin og það verður jólalegt um að litast í Ally Pally í dag og kvöld þaðan sem sýnt verður frá HM í pílukasti í beinni útsendingu á Sýn Sport Viaplay. Þá er einn leikur á dagskrá ensk úrvalsdeildarinnar í fótbolta.

Sport
Fréttamynd

Hjalti Þór ráðinn aðal­þjálfari Álfta­ness

Hjalti Þór Vilhjálmsson hefur verið ráðinn aðalþjálfari karlaliðs Álftaness í körfubolta. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Álftnesingum í kvöld. Hjalti var áður aðstoðarþjálfari liðsins undir stjórn Kjartans Atla Kjartanssonar. 

Körfubolti
Fréttamynd

Arnór Ingvi orðinn leik­maður KR

Þaulreyndi atvinnu- og landsliðsmaðurinn í fótbolta, Arnór Ingvi Traustason er orðinn leikmaður KR og skrifar undir samning í Vesturbænum út tímabilið 2028. Þetta staðfestir félagið í tilkynningu á samfélagsmiðlum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina

Íslenski landsliðsmaðurinn í fótbolta, Albert Guðmundsson, skoraði eitt marka Fiorentina í afar kærkomnum fyrsta sigri liðsins í ítölsku úrvalsdeildinni í dag gegn Udinese. Lokatölur 5-1 sigur Fiorentina.

Fótbolti
Fréttamynd

Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar

Rúnar Sigtryggsson stýrði Wetzlar til sigurs gegn Eisenach í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Fyrir leik dagsins hafði Wetzlar tapað ellefu leikjum í röð en þetta var annar leikur liðsins undir stjórn Rúnars. Loktatölur sex marka sigur Wetzlar, 33-27.

Handbolti