Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Elvar Ásgeirsson, Birgir Steinn Jónsson og Einar Bragi Aðalsteinsson áttu misjöfnu gengi að fagna með liðum sínum í danska og sænska handboltanum í dag. Elvar og Einar Bragi fögnuðu sigrum en Birgir mátti þola tap. Handbolti 15.11.2025 17:38
Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga Arna Eiríksdóttir og Sædís Heiðarsdóttir byrjuðu báðar inn á þegar Våleranga bar sigurorð af Røa í lokaumferð Toppserien í Noregi í dag. Leikurinn endaði 1-0 fyrir heimakonur í Våleranga sem styrktu stöðu sína í öðru sæti deildarinnar. Fótbolti 15.11.2025 17:12
„Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Arnar Gunnlaugsson býr sig undir afar krefjandi leik Íslands gegn Úkraínu á morgun, um að komast í HM-umspilið í fótbolta. Hann segir alla sína lærisveina klára í slaginn og að liðið þurfi að sýna betri varnarleik en í Aserbaísjan á fimmtudaginn. Fótbolti 15.11.2025 16:52
Lofar að fara sparlega með Isak Graham Potter hefur valið sitt fyrsta byrjunarlið sem landsliðsþjálfari Svía í fótbolta, fyrir leikinn við Sviss í undankeppni HM í fótbolta í kvöld. Flestar helstu stjörnur Svía vantar í liðið. Enski boltinn 15.11.2025 12:58
Skrautlegur ferðadagur Strákarnir okkar í karlalandsliðinu í fótbolta munu æfa á pólska hervellinum, heimavelli Legía Varsjá, í pólsku borginni seinni partinn í dag. Þeir lentu í gær eftir skrautlegan ferðadag, í það minnsta fyrir ferðafélaga þeirra. Fótbolti 15.11.2025 12:15
Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Þegar Christian Eriksen fór í hjartastopp og féll í grasið, í fyrsta leik Danmerkur á EM í fótbolta sumarið 2021, var liðsfélagi hans Simon Kjær einn þeirra sem komu fyrst að honum. Eriksen lifði af en atvikið hafði vitaskuld mikil áhrif á Kjær. Fótbolti 15.11.2025 12:03
FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Ísland vann öruggan 3-0 sigur gegn Andorra í Rúmeníu í dag, í undankeppni EM U19-landsliða karla í fótbolta. Öll mörkin komu frá leikmönnum FC Kaupmannahafnar. Fótbolti 15.11.2025 11:34
Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Samkvæmt stuðlum á veðmálasíðum er líklegast að Ísland tapi gegn Úkraínu í Varsjá á morgun og þurfi þar með að kveðja HM-drauminn. Fótbolti 15.11.2025 10:47
Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Tímabilinu er því miður lokið hjá íslenska ríkisborgaranum Mario Matasovic, leikmanni Njarðvíkur í Bónus-deild karla í körfubolta. Hann fór sárkvalinn af velli í tapinu gegn KR á fimmtudaginn. Körfubolti 15.11.2025 10:02
Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Undankeppni HM í fótbolta heldur áfram á sportrásum Sýnar í dag og um kvöldið má sjá nokkra af fremstu pílukösturum landsins etja kappi á spennandi móti. Sport 15.11.2025 06:01
Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Leikmenn norska karlalandsliðsins í fótbolta eru á leið á sitt fyrsta stórmót, eftir 4-1 sigurinn gegn Eistlandi í Osló í gærkvöld. Þeir fögnuðu sigrinum vel og skærasta stjarnan sótti svo sjötíu hamborgara fyrir sína menn. Fótbolti 14.11.2025 23:01
Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Valsmenn unnu afar sannfærandi og góðan sigur gegn Álftanesi í kvöld, 92-80, í lokaleik sjöundu umferðar Bónus-deildar karla í körfubolta, þrátt fyrir að missa Kristófer Acox af velli í fyrri hálfleik. Körfubolti 14.11.2025 18:47
Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Hann mátti vera ánægður þjálfari Vals, Finnur Freyr Stefánsson, með sigur sinna manna í kvöld. Valur pakkaði Álftanesi saman í seinni hálfleik og endaði leikurinn 92-80. Valur hefur átt erfitt í vetur en þessi leikur var frábær á löngum köflum. Körfubolti 14.11.2025 22:14
Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Newcastle-maðurinn Nick Woltemade skoraði bæði mörk Þýskalands í kvöld, í 2-0 útisigri gegn Lúxemborg, en það dugði ekki til að tryggja Þjóðverjum HM-farseðil. Þeirra bíður úrslitaleikur við Slóvaka en Hollendingar geta farið að fagna. Fótbolti 14.11.2025 22:10
Króatar á HM en draumur Færeyja úti Færeyingar náðu að komast yfir gegn Króötum í Rijeka í kvöld, í undankeppni HM í fótbolta, en urðu að lokum að sætta sig við 3-1 tap. Þar með er HM-draumur Færeyja úti en Króatar tryggðu sér sæti á mótinu næsta sumar. Fótbolti 14.11.2025 22:01
Styrmir sterkur í sigri á Spáni Landsliðsmaðurinn Styrmir Snær Þrastarson stóð vel fyrir sínu á Spáni í kvöld þegar lið hans Zamora vann 86-82 útisigur gegn Gipuzkoa, í næstefstu deild spænska körfuboltans. Körfubolti 14.11.2025 21:45
Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Þór og Afturelding gerðu 23-23 jafntefli í æsispennandi leik á Akureyri í kvöld, þegar tíundu umferð Olís-deildar karla í handbolta lauk. Handbolti 14.11.2025 20:50
Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Á meðan að ÍBV og Fram mættust í Olís-deildinni í Eyjum í kvöld áttust uppalinn Eyjamaður og uppalinn Framari við í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta. Þar hafði Eyjamaðurinn betur. Handbolti 14.11.2025 19:50
Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Íslands- og bikarmeistarar Fram unnu sannfærandi sex marka sigur gegn ÍBV í Vestmannaeyjum í kvöld, 34-28, í 10. umferð Olís-deildar karla í handbolta. Handbolti 14.11.2025 19:29
Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Finnar eru að kveðja sinn mesta markaskorara frá upphafi en fengu hins vegar ekki að fagna neinu marki í Helsinki í kvöld, í afar óvæntu 1-0 tapi gegn Möltu í undankeppni HM í fótbolta. Fótbolti 14.11.2025 19:03
Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Tindastóll, sem vann Manchester í Evrópuleik fyrr í vikunni, tekur á móti Þór Þ. í 7. umferð Bónus deildar karla í kvöld. Þórsarar töpuðu fyrstu fimm leikjum sínum á tímabilinu en unnu ÍR-inga í síðustu umferð. Körfubolti 14.11.2025 18:17
Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Skemmtikrafturinn Hjálmar Örn Jóhannsson er þrautreyndur fantasy-spilari og viskubrunnur um ensku úrvalsdeildina í fótbolta. Strákarnir í Fantasýn hlaðvarpinu rýndu í liðið hans og vilja að hann nýti landsleikjahléið vel til breytinga. Enski boltinn 14.11.2025 17:46
Rosenörn yfirgefur FH FH teflir fram nýjum markverði á næsta tímabili en Mathias Rosenörn er á förum frá félaginu. Íslenski boltinn 14.11.2025 17:15
Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Enski úrvalsdeildardómarinn Anthony Taylor dæmir leik Úkraínu og Íslands í undankeppni HM 2026 á sunnudaginn. Fótbolti 14.11.2025 16:33