Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ James Harden er orðinn níundi stigahæsti leikmaður í sögu NBA-deildarinnar í körfubolta. Hann tók fram úr Shaquille O'Neal í nótt. Körfubolti 13.1.2026 17:16
Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Diego Simeone, þjálfari Atlético Madrid, hefur beðist afsökunar á rifrildi sínu við Vinícius Júnior á hliðarlínunni í undanúrslitum spænska Ofurbikarsins í síðustu viku og viðurkennir að hann hafi „ekki gert rétt“ í þessari stöðu. Fótbolti 13.1.2026 16:31
Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar Danski handboltamaðurinn Mathias Gidsel er persóna í sögu um Andrés Önd í væntanlegri Syrpu. Handbolti 13.1.2026 11:02
Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Íslenski kraftakarlinn Hafþór Júlíus Björnsson verður fulltrúi Íslands á hinum umdeildu „Steraleikum“ í maí, heita Enhanced Games á ensku, þar sem hann ætlar að slá heimsmet og næla sér í meira en þrjátíu milljónir króna í verðlaunafé. Sport 13.1.2026 08:01
Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Houston Texans sýndu frábæran varnarleik þegar þeir unnu Pittsburgh Steelers 30-6 og tryggðu sér síðasta sætið í umspili deildanna í úrslitakeppni NFL. Sport 13.1.2026 07:47
„Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Landslið Íslands hefur leik á Evrópumótinu í handbolta næsta föstudag og sérfræðingur stöðvarinnar segir fulla ástæðu til bjartsýni en hefur örlitlar áhyggjur af sveiflunum í sóknarleik liðsins. Handbolti 13.1.2026 07:31
Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Conor Hourihane, aðalþjálfari Barnsley, gagnrýndi Liverpool-leikmanninn Dominik Szoboszlai og sakaði hann um vanvirðingu í 4-1 bikarsigri Liverpool á liði hans eftir að miðjumaðurinn reyndi að gefa hælspyrnu innan eigin vítateigs. Enski boltinn 13.1.2026 07:17
Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Ollie Clarke, fyrirliði Swindon Town, var dæmdur í sjö leikja bann eftir að hafa gerst sekur um „mjög grófa og vísvitandi óíþróttamannslega framkomu“ gagnvart „kynfærum“ tveggja mótherja í leik, samkvæmt skýrslu aganefndar. Enski boltinn 13.1.2026 06:30
Dagskráin í dag: Bónus deildin og undanúrslit á Englandi Boðið er upp á fjölbreytta dagskrá á sportrásum Sýnar í kvöld. Bónus deild kvenna heldur áfram að rúlla og undanúrslitaeinvígi hefst í enska deildarbikarnum í fótbolta. Sport 13.1.2026 06:00
Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Þrjá íslenska landsliðsmenn er að finna í upptalningu Handbollskanalen á bestu leikmönnum í hverri stöðu á komandi Evrópumóti í handbolta. Handbolti 12.1.2026 23:16
Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Kristín Dís Árnadóttir hefur framlengt samning sinn við Íslands- og bikarmeistara Breiðabliks í fótbolta. Íslenski boltinn 12.1.2026 22:31
Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Paris FC gerði sér lítið fyrir og sló út nágranna sína, ríkjandi bikarmeistarana í stórveldi Paris Saint-Germain, er liðin mættust í franska bikarnum í kvöld á Parc des Princes . Lokatölur 1-0 Paris FC í vil. Fótbolti 12.1.2026 22:12
Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Liverpool tryggði sér í kvöld sæti í fjórðu umferð enska bikarsins í fótbolta er liðið bar 4-1 sigur úr býtum gegn Barnsley á Anfield. Liverpool mætir Brighton í næstu umferð keppninnar. Enski boltinn 12.1.2026 19:16
Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í átta liða úrslitum VÍS bikarsins í körfubolta í kvöld. Hetjuþristur í algjörum spennutrylli sá til þess að Keflavík fór með eins stigs sigur af hólmi 93-94. Keflavík er komið í undanúrslit bikarsins. Körfubolti 12.1.2026 21:24
KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit KR komst nokkuð þægilega í undanúrslit VÍS bikars karla í körfubolta með öruggum sigri á Breiðabliki í átta liða úrslitunum. Lokatölur 102-72 sigur KR. Körfubolti 12.1.2026 20:57
Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Conor Gallagher, miðjumaður Atletico Madrid, er að ganga í raðir Tottenham. Enski boltinn 12.1.2026 20:30
Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Íslenski landsliðsmaðurinn í fótbolta, Mikael Egill Ellertsson, var á sínum stað í byrjunarliði Genoa sem hafði betur, 3-0 gegn Cagliari er liðin mættust í ítölsku úrvalsdeildinni í kvöld. Fótbolti 12.1.2026 20:00
Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Cristiano Ronaldo skoraði eina mark Al-Nassr í 3-1 tapi liðsins gegn Al-Hilal í toppslag sádi-arabísku deildarinnar í kvöld. Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu í leiknum og fékk að líta rauða spjaldið. Fótbolti 12.1.2026 19:34
Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Búið er að draga í fjórðu umferð enska bikarsins í fótbolta. Stórleikur umferðarinnar er viðureign Aston Villa og Newcastle United. Íslendingalið voru í pottinum Hákon Rafn Valdimarsson og félagar hans í Brentford mæta spútnikliði Macclesfield. Enski boltinn 12.1.2026 19:01
Davíð Kristján keyptur til Grikklands Vinstri bakvörðurinn Davíð Kristján Ólafsson hefur verið keyptur til gríska félagsins Larissa frá Cracovia í Póllandi. Fótbolti 12.1.2026 18:43
Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Wayne Rooney, fyrrverandi leikmaður Manchester United og enska landsliðsins í fótbolta segir að Michael Carrick henti Manchester United frábærlega sem næsti stjóri liðsins og myndi ekki hika við að aðstoða hann. Enski boltinn 12.1.2026 18:30
Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Nýjasti liðsfélagi Neymar hjá Santos hefur sterkar skoðanir á því hvort Brasilíumenn eigi að taka Neymar með á heimsmeistaramótið í sumar Fótbolti 12.1.2026 17:30
Alonso látinn fara frá Real Madrid Xabi Alonso hefur verið vikið úr starfi þjálfara spænska stórveldisins Real Madrid í fótbolta. Félagið greinir frá þessu í yfirlýsingu og greindi stuttu seinna frá því að nýr þjálfari hefði verið ráðinn. Fótbolti 12.1.2026 17:23
Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari KM eru Íslandsmeistarar í Futsal karla 2026 en félagið endaði langa sigurgöngu Ísbjarnarins í innanhússfótboltanum á Íslandi. Íslenski boltinn 12.1.2026 17:02