„Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Þóranna Kika Hodge-Carr mætti full sjálfstrausts aftur með Val í Bónus-deildina, eftir að hafa spilað með íslenska landsliðinu í undankeppni EM. Hún var lofuð í hástert í Körfuboltakvöldi, fyrir frammistöðu sína í sigrinum gegn Grindavík um helgina. Körfubolti 25.11.2025 19:11
Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Það skýrist eftir tíu daga hvernig riðlarnir munu líta út á HM karla í fótbolta næsta sumar. FIFA tilkynnti í dag hvernig styrkleikaflokkarnir líta út og greindi frá nýjung sem auka á líkurnar á að efstu landslið heimslistans mætist ekki snemma á mótinu. Fótbolti 25.11.2025 18:12
Ronaldo slapp við bann á HM Rauða spjaldið sem Cristiano Ronaldo fékk á móti lærisveinum Heimis Hallgrímssonar fyrr í þessum mánuði, í 2-0 tapi Portúgals gegn Írlandi, mun ekki hafa áhrif á þátttöku hans á HM í fótbolta næsta sumar. Fótbolti 25.11.2025 17:48
Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Þrátt fyrir ófarir síðustu helgar getur Lando Norris, ökuþór Formúlu 1 liðs McLaren, orðið heimsmeistari í mótaröðinni um komandi keppnishelgi í Katar. Formúla 1 25.11.2025 13:46
„Við vinnum mjög vel saman“ Hafdís Renötudóttir er mætt á sitt þriðja stórmót með íslenska landsliðinu í handbolta og segir það ganga vel að venjast þeim miklu breytingum sem hafa orðið á hópnum. Handbolti 25.11.2025 13:01
Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United Enski landsliðsmarkvörðurinn Jordan Pickford sýndi allar sínar bestu hliðar þegar Everton sigraði Manchester United, 0-1, á Old Trafford í gær. Enski boltinn 25.11.2025 12:30
Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Landsliðskonurnar í fótbolta, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Cecilía Rán Rúnarsdóttir, voru báðar valdar í lið umferðarinnar í ítölsku úrvalsdeildinni. Fótbolti 25.11.2025 11:33
Varð aftur ástfanginn af fótbolta í Mosó Markvörðurinn Jökull Andrésson segist vera spenntur fyrir því að berjast í efri hlutanum í Bestu deildinni á næsta tímabili en hann samdi við FH á dögunum. Sport 25.11.2025 11:02
Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Georgíumaðurinn Rati Andronikashvili, sem á að baki yfir áttatíu landsleiki, er með stórmótareynslu og nokkur tímabil í efstu deild á Spáni undir beltinu, er orðinn leikmaður Bónus deildar liðs Álftaness. Körfubolti 25.11.2025 10:21
Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Þeir Ólafur Kristjánsson og Aron Jóhannsson hrifust ekki af frammistöðu Alexanders Isak fyrir Liverpool í tapinu fyrir Nottingham Forest. Enski boltinn 25.11.2025 10:01
Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Idrissa Gana Gueye, leikmaður Everton, hefur beðist afsökunar á rauða spjaldinu sem hann fékk í leiknum gegn Manchester United í gær. Enski boltinn 25.11.2025 09:31
Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Góður vinur Michaels Schumacher telur að þýski ökuþórinn muni aldrei sjást aftur opinberlega. Formúla 1 25.11.2025 09:00
Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golfsamband Íslands hefur sett sér nýja stefnu til ársins 2030 í stað fyrri stefnu sem átti að gilda til ársins 2027. Stöðug fjölgun skráðra kylfinga spilar þar stóra rullu en aðstaðan á höfuðborgarsvæðinu er sprungin að sögn forseta sambandsins. Golf 25.11.2025 08:02
„Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Jamie Carragher vill að Mohamed Salah gefi kost á sér í viðtöl nú þegar Englandsmeistarar Liverpool eiga í vandræðum. Enski boltinn 25.11.2025 07:32
Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Everton komst upp fyrir erkifjendur sína í Liverpool, á markatölu, og jafnaði einnig Manchester United og Tottenham að stigum með mögnuðum 1-0 sigri gegn United á Old Trafford í gær, þegar tólftu umferð ensku úrvalsdeildarinnar lauk. Öll helstu atvikin má sjá á Vísi. Enski boltinn 25.11.2025 07:01
Dagskráin í dag: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin og VARsjáin Það er nóg um að vera á sportrásum Sýnar í kvöld þar sem meðal annars verður Meistaradeildarmessa enda fjöldi flottra leikja á dagskrá, þar á meðal viðureign heimsmeistara Chelsea og Barcelona sem og leikur Manchester City og Leverkusen. Sport 25.11.2025 06:00
Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM Díana Dögg Magnúsdóttir, sem á miðvikudaginn verður í eldlínunni með íslenska landsliðinu í fyrsta leik á HM í handbolta, hefur skrifað undir nýjan samning við eitt besta lið þýska handboltans, Blomberg-Lippe. Handbolti 24.11.2025 23:32
Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Hjörvar Hafliðason var á Old Trafford í kvöld og ræddi við Ruben Amorim, knattspyrnustjóra Manchester United, eftir 1-0 tapið gegn tíu leikmönnum Everton. Enski boltinn 24.11.2025 22:52
Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Íslandsmeistarar Stjörnunnar eru með verstu, eða eiginlega langverstu, þriggja stiga skotnýtinguna í Bónus-deild karla í körfubolta. Málið var til umræðu í Körfuboltakvöldi á föstudaginn. Körfubolti 24.11.2025 22:45
United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Þrátt fyrir að hafa misst Idrissa Gana Gueye af velli með rautt spjald, fyrir að slá liðsfélaga sinn, náðu tíu baráttuglaðir Everton-menn að landa frábærum 1-0 sigri gegn Manchester United á Old Trafford í kvöld, þegar tólftu umferð ensku úrvalsdeildarinnar lauk. Enski boltinn 24.11.2025 19:31
Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Kristinn Pálsson missir af komandi landsleikjum Íslands í nýrri undankeppni fyrir HM í körfubolta, vegna beinbrots, og verður frá keppni næstu vikurnar. Körfubolti 24.11.2025 21:31
„Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Eftir langan dag á ferð og flugi eru stelpurnar okkar mættar til Stuttgart, þar sem þær spila á heimsmeistaramótinu í handbolta næstu daga. Nýliðanum í hópnum líst vel á verkefnið og þakkar fjölskyldunni fyrir að koma til Þýskalands með svo skömmum fyrirvara. Handbolti 24.11.2025 21:02
Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Það er afar fátítt að leikmenn séu reknir af velli fyrir brot á liðsfélaga en það gerðist í leik Manchester United og Everton í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Enski boltinn 24.11.2025 20:36
Hareide með krabbamein í heila Åge Hareide, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, er með krabbamein í heila. Hann komst að því í sumar og segir frá veikindum sínum í viðtali við norska miðilinn VG í dag. Fótbolti 24.11.2025 19:44