„Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Varautanríkisráðherra Úkraínu segir það vera markmið Rússa að tortíma Úkraínu, og að stefna Rússa hafi ekkert breyst í þeim efnum. Áframhaldandi stuðningur bandalagsríkja skipti sköpum, ekki aðeins fyrir Úkraínu heldur Evrópu alla. Úkraína þurfi vopn til að verja sig. Ráðherrann vonar að Úkraínumenn sem flutt hafa til Íslands snúi á endanum aftur til heimalandsins en gleðst yfir því að landar hennar upplifi sig velkomna á Íslandi. Erlent
Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Cole Palmer er greinilega umvafinn öflugu teymi lögfræðinga því hann er kominn með einkaleyfi á nánast allt sem tengist nafni hans eða ímynd. Þar með talið fagninu fræga, þar sem hann hjúfrar sér um axlir til að hlífa sér frá kulda. Enski boltinn
Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Hönnunarhjónin Pétur Freyr Pétursson og Elísabet Helgadóttir, eigendur húsgagnaverslunarinnar Vest, eiga von sínu öðru barni í apríl. Gleðitíðindunum deilir Elísabet á Instagram í tilefni af feðradeginum. Lífið
Skortur á sjálfstrausti hjá Sesko Benjamin Sesko er að glíma við mikinn skort á sjálfstrausti samkvæmt sérfræðingum Sunnudagsmessunnar. Enski boltinn
Bird skellt í lás Skemmtistaðnum Bird á horni Tryggvagötu og Hafnarstrætis í miðbæ Reykjavíkur var skellt í lás í síðasta sinn í gærkvöldi. Um eitt og hálft ár er síðan staðurinn opnaði í því sem áður höfðu verið húsakynni Frederiksen. Viðskipti innlent
Ætti ekki endilega að hafa áhrif á umsóknir um aðrar hliðstæður Alvotech Það þarf ekki endilega að vera að þær athugasemdir sem FDA gerði við umsókn Alvotech um markaðsleyfi fyrir líftæknilyfjahliðstæðu við Simponi muni einnig hafa áhrif á aðrar útistandandi umsóknir félagsins, að sögn framkvæmdastjóra rannsókna-, þróunar og framleiðslu, en það skýrist þegar svarbréf berst frá eftirlitinu á seinni hluta mánaðarins og þá fæst betri mynd af næstu skrefum. Alvotech mun senda inn nýja umsókn á þessum fjórðungi og hefur FDA sex mánuði til að taka afstöðu til hennar, en sá tími inniheldur jafnframt mögulega endurúttekt á framleiðsluaðstöðinni. Innherji
Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Knútur Haukstein Ólafsson frá Akranesi átti hreint ekki í vandræðum með að skera sig úr hópnum þegar hann tryggði sér sigur í graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa 2025. Hann fær í verðlaun 50.000 króna inneign hjá Fjarðakaupum og er nú formlega graskerskonungur landsins. Lífið samstarf