Fréttir

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Segir hernum að undir­búa á­rás á Nígeríu

Donald Trump Bandaríkjaforseti segist hafa fyrirskipað hernaðarmálaráðuneyti Bandaríkjanna að undirbúa mögulega árás á Nígeríu. Þar vilji hann gjöreyða Íslömskum öfgamönnum sem séu að drepa kristna menn þar í landi.

Erlent
Fréttamynd

Kostnaður við stjórn­sýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið

Kostnaður við stjórnsýslu Reykjavíkurborgar er mun hærri en gengur og gerist í öðrum sveitarfélögum. Hann er 10 þúsund krónum hærri á hvern íbúa en landsmeðaltalið og 26 þúsund krónum hærri en á Akureyri. Stjórnsýslufræðingur segir áhugavert að stærsta stjórnsýslueining landsins skuli ekki ná að nýta stærðarhagkvæmni sína til að auka skilvirkni og hagræði.

Innlent
Fréttamynd

Tveir fá heila­blóð­fall á hverjum degi á Ís­landi

Að jafnaði fá tveir einstaklingar heilablóðfall hér á landi á hverjum degi en slag eins og það er kallað er skerðing á heilastarfsemi, sem verður vegna truflunar á blóðflæði til heila. Eftir hádegi í dag verður gestum í Kringlunni og á Glerártorgi á Akureyri boðið að mæta í ókeypis blóðþrýstingsmælingu vegna alþjóðlega Slagdagsins.

Innlent
Fréttamynd

Sendi síðasta bréfið degi áður en felli­bylurinn gekk yfir

Að minnsta kosti 30 eru látnir eftir að fellibylurinn Melissa gekk yfir Jamaíka á þriðjudag og óttast er að tala látinna eigi eftir að hækka. Árið 1951 lést íslensk kona í fellibyl á eyjunni en hún skrifaði fjölda bréfa til fjölskyldu sinnar hér á landi og það síðasta degi áður en óveðrið skall á.

Innlent
Fréttamynd

Demó­kratar vilja yfir­heyra Andrew

Fjórir Demókratar í rannsóknarnefnd á vegum bandaríska þingsins sem fer með rannsókn Epstein málsins, vilja fá að yfirheyra Andrew Mountbatten Windsor um tengsl hans við Epstein. Nefndinni er stýrt af Repúblikönum sem hafa ekki gefið upp hvort þeir taki undir kröfuna.

Erlent
Fréttamynd

Nokkrar milljónir horfnar á ör­fáum vikum

Steingrímur Óli Fossberg var lífsglaður og atorkusamur maður þar til spilafíkn tók yfir líf hans. Fíknin braut hann niður smátt og smátt, þar til ekkert var eftir nema skömm og vonleysi. Steingrímur svipti sig lífi á seinasta ári, 36 ára að aldri. Fjölskylda hans gagnrýnir harðlega úrræðaleysi hér á landi þegar kemur að málefnum spilafíkla.

Innlent
Fréttamynd

Léttir til suð­vestan­lands

Í dag er spáð norðaustan átta til fimmtán metrum á sekúndu, en þrettán til 20 metrum norðvestantil á landinu. Rigning með köflum, en léttir til suðvestanlands.

Veður
Fréttamynd

Til­kynnt um bíl fullan af flug­eldum

Tilkynnt var um bíl sem var fullur af flugeldum í nótt, og fór lögregla á vettvang og kannaði málið. Ekki kemur fram í skýrslu lögreglunnar hvort flugeldar hafi fundist í bílnum.

Innlent
Fréttamynd

Enn stað­ráðin í að lenda geim­förum á tunglinu með Starship

Forsvarsmenn geimfyrirtækisins SpaceX, sem er í eigu Elons Musk, auðugasta manns heims, eru staðráðnir í því að lenda geimförum á tunglinu og nota Starship-geimfar til þess. Starfandi yfirmaður NASA bauð á dögunum fyrirtækjum að gera aftur tilboð í að lenda geimförum á tunglinu og þar með taka yfir samning sem SpaceX hlaut árið 2021.

Erlent
Fréttamynd

Val­höll aug­lýst til sölu

Sjálfstæðisflokkurinn hefur sett höfuðstöðvar sínar, Valhöll við Háaleitisbraut, á sölu. Ekkert verð er gefið upp en tilboða óskað.

Innlent
Fréttamynd

Verður lík­lega mikið eftir af snjó og klaka

Þótt snjó sé tekið að leysa á höfuðborgarsvæðinu hefur umferð víða gengið hægt vegna klakabunka á vegum og stígum sem gera fólki erfitt að komast leiðar sinnar. Hálku hefur gætt víða samhliða hlýindunum.

Veður
Fréttamynd

Rændur fyrir utan Costco um há­bjartan dag

Karlmaður sem lenti í umfangsmiklum kortasvikum varar við bíræfnum glæpahópum sem svífist einskis við að ná greiðslukortum fólks og PIN-númerum þeirra. Um fimmtán mínútur hafi liðið frá því að hann notaði kortið í stórverslun Costco í Garðabæ þar til óprúttnir aðilar höfðu haft af honum 650 þúsund krónur.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er búið að ræna okkur innri ró“

Forseti Íslands hefur verulegar áhyggjur af andlegri líðan barna og unglinga þegar um símanotkun þeirra er að ræða, en samkvæmt alþjóðlegum rannsóknum eru börn og unglingar í símanum níu klukkustundir á dag, þar af fimm klukkutíma á samfélagsmiðlum. Forsetinn segir að símar ræni fólk innri ró og ræni samfélagslegri ró.

Innlent
Fréttamynd

Reiði meðal lög­reglu­manna

Formaður Landssambands lögreglumanna segir reiði gæta meðal lögreglumanna eftir að fram kom að ríkislögreglustjóri hafi greitt 160 milljónir króna til ráðgjafa yfir fimm ára tímabil. Málið rýri traust almennings til lögreglunnar og hann hefði viljað sjá upphæðina nýtta á betri hátt innan vanfjármagnaðra lögregluembætta.

Innlent
Fréttamynd

Lög­reglu­stjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk

Ríkislögreglustjóri segist ekki hafa íhugað stöðu sína í kjölfar þess að háar greiðslur embættisins til ráðgjafafyrirtækis með einn starfsmann komust í hámæli. Hún viðurkennir þó að mistök hafi verið gerð í tengslum við málið. Dómsmálaráðherra hefur kallað eftir frekari gögnum um málið og getur ekki sagt berum orðum hvort hún beri traust til ríkislögreglustjóra.

Innlent