Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Hætt var við að kveikja í brennunni á Fjósakletti á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í nótt vegna veðurs. Þá var stóra danstjaldið fellt til að forða því frá foki og veitinga- og tónlistartjöldin, Hvítu tjöldin svokölluðu, í fremri hluta Herjólfsdal rýmd til að tryggja öryggi. Innlent 2.8.2025 07:36
Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Utanríkisráðherra Dana segir að það breytti engu á jörðu niðri þó dönsk stjórnvöld viðurkenndu sjálfstæði Palestínu. Erlent 1.8.2025 23:31
Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Þjóðhátíðargestum er boðið að koma inn í Herjólfshöllina vegna hvassviðris sem á þó að ganga yfir í nótt. Dagskrá kvöldsins helst óbreytt og enn er fjöldi brekkunni að bíða eftir Stuðlabandið stígi á svið. Innlent 1.8.2025 21:55
Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent 1.8.2025 19:19
Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Íbúar við Þjórsá lýsa þungum áhyggjum af fyrirætlunum Landsvirkjunar um að sækja aftur um virkjanaleyfi vegna Hvammsvirkjunar. Við fjöllum um deiluna í kvöldfréttum og Þóra Arnórsdóttir, forstöðumaður samskipta- og upplýsingamiðlunar hjá Landsvirkjun, mætir í myndver og svarar gagnrýni. Innlent 1.8.2025 18:10
Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Landsréttur ógilti í dag gæsluvarðhald yfir manni sem er sakaður um glannaakstur á stolnum bíl um flugbraut Keflavíkurflugvallar. Ökuníðingurinn var að sögn lögreglu undir áhrifum fíkniefna og með reipi um hálsinn þegar hann var handtekinn. Þá hafði hann ekið á tvöföldum hámarkshraða á Reykjanesbraut og einnig reynt að komast inn í kyrrstæða flugvél. Innlent 1.8.2025 17:54
Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Kröftug samskil munu ganga norðaustur yfir landið í kvöld og í nótt en þeim mun fylgja suðvestan slagveðursrigning. Veðurfræðingar Veðurstofu Íslands segja að vindur verði 13-20 metrar á sekúndu og hvassast með suðvesturströndinni. Innlent 1.8.2025 16:29
Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Deild sauðfjárbænda innan Bændasamtaka Íslands lýsir yfir vonbrigðum með þau afurðaverð sem kynnt hafa verið fyrir komandi haust. Formaður stjórnar segir vonbrigði að afurðaverð fylgi ekki verðlagi í landinu og segir verð fyrir dilkakjöt ekki standa undir þeim kostnaði sem falli til við framleiðsluna, jafnvel að teknu tilliti til stuðningskerfa. Innlent 1.8.2025 15:58
Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Margrét Halla Hansdóttir Löf, 28 ára gömul kona sem hefur verið ákærð fyrir að verða föður sínum að bana og tilraun til að bana móður sinni í Garðabæ í apríl síðastliðnum hefur talað um að foreldrar sínir hafi hlotið áverka sína vegna þess að þau féllu til jarðar. Innlent 1.8.2025 15:41
„Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Sérstakur rannsakandi sem skipaður var af dómsmálaráðherra Donalds Trump, með það verkefni að kafa í Rússarannsóknina svokölluðu, fann vísbendingar sem grafa undan þeirri kenningu margra stuðningsmanna Trumps að Hillary Clinton og starfsfólk hennar hafi reynt að koma sök á Trump og ljúga því að framboð hans hafi átt í samstarfi við Rússa í kosningabaráttunni 2016. Erlent 1.8.2025 15:03
„Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sagðist í dag vonast eftir því að hægt væri að hefja friðarviðræður við Úkraínu. Hann gaf þó til kynna að vindurinn væri í seglum Rússa um þessar mundir og að hann væri alls ekki tilbúinn til að láta af umfangsmiklum kröfum Rússa. Erlent 1.8.2025 14:27
Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Maður sem er grunaður um stunguárás sem átti sér stað í Reykjanesbæ að kvöldi 20. júní síðastliðins er grunaður um fjöldamörg önnur alvarleg brot. Árásin beindist að fjölskylduföður sem ætlaði að reka manninn á brott. Svo virðist sem meintur árásarmaður hafi verið kominn að heimili þeirra vegna hlaupahjóls sem sonur föðurins var að gera við. Innlent 1.8.2025 14:17
Fundu engan hvítabjörn Enginn hvítabjörn fannst í eftirlitsflugi á Hornströndum fyrr í dag á vegum Landhelgisgæslunnar og lögreglunnar á Vestfjörðum. Innlent 1.8.2025 13:37
Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast Eldgosið á Reykjanesi heldur áfram af stöðugum krafti og bendir greining til þess að hraunið muni leita í átt að Innri Sandhól, þar sem ferðamenn hafa safnast saman. Þá mælist enn kvikusöfnun undir Svartsengi. Innlent 1.8.2025 13:19
„Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Formaður Vinstri grænna segir að viðbrögð umhverfis- og orkumálaráðherra við stöðvunarkröfu úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna framkvæmda við Hvammsvirkjun, lýsi yfirlæti hans gagnvart lögbundnum ferlum. Ráðherrann skili algjörlega auðu í náttúruvernd og það sé grafalvarleg staða fyrir íslenska náttúru. Innlent 1.8.2025 13:05
Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Þjóðhátíð í Eyjum var sett í gær með árlegu húkkaraballi. Jónas Guðbjörn Jónsson formaður Þjóðhátíðarnefndar segir vel hafa gengið í gær og segir að Eyjamenn séu vel búnir undir veðrið. Framkvæmdastjóri Herjólfs segir farþegafjölda koma á óvart, ekkert rof verði á ferðum Herjólfs. Skipuleggjendur Einnar með öllu á Akureyri segjast búast við margmenni. Innlent 1.8.2025 13:00
Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Verslunarmannahelgin er nú gengin í garð. Veðurfræðingur segir líkur á að tjöld muni fjúka í Eyjum í nótt, góðu fréttirnar séu hinsvegar þær að veðrið eigi að ganga hraðar yfir en áður hafi verið spáð. Tekið sé að skýrast hvar besta veðrið verður um helgina. Innlent 1.8.2025 12:01
Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Óprúttinn aðili ók um golfvöllinn Svarfhólsvöll með þeim afleiðingum að skemmdir urðu á grasinu í nótt. Viðkomandi skildi jafnframt smokk eftir á vellinum og ók niður stöng. Innlent 1.8.2025 11:53
Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Í hádegisfréttum fáum við viðbrögð við þeim fregnum sem bárust frá Bandaríkjunum í gær en Trump forseti ætlar að setja fimmtán prósenta toll á íslenskar vörur. Innlent 1.8.2025 11:30
Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Þyrla Landhelgisgæslunnar lagði af stað vestur á firði á tíunda tímanum í morgun þar sem hún mun sinna hvítabjarnareftirliti í samstarfi við lögregluna á Vestfjörðum. Innlent 1.8.2025 10:59
Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Arabaríkin hafa í fyrsta sinn sameinast um ákall til Hamas um að leggja niður vopn, láta alfarið af völdum á Gasa og sleppa þeim gíslum sem enn eru í haldi samtakanna. Erlent 1.8.2025 10:05
Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Stjórnmálaflokkur Nayibs Bukele, forseta El Salvador, hefur samþykkt breytingar stjórnarskrá ríkisins sem fella úr gildi takmarkanir á fjölda kjörtímabila sem forsetar mega sitja. Þar að auki hefur kjörtímabil forseta verið lengt úr fimm árum í sex. Erlent 1.8.2025 10:00
Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Karlmaður og kona hafa verið sakfelld fyrir fjársvik með því að hafa móttekið ofgreidd laun frá vinnuveitenda mannsins um sex milljónir króna, neitað að borga þau til baka og ráðstafað laununum í eigin neyslu. Innlent 1.8.2025 09:11
Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Stjórnvöld í Frakklandi segjast fylgjast náið með þróun mála varðandi birgðir af getnaðarvörnum sem eru sagðar á leið til landsins til brennslu. Erlent 1.8.2025 08:25
Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Forsetatíð Höllu Tómasdóttur hefur nú varað í eitt ár. Hún hefur þurft að takast á við sprungna ríkisstjórn, boðað til Alþingiskosninga, og veitt stjórnarmyndunarumboð sem leiddi til myndun nýrrar stjórnar. Einnig hefur hún farið í heimsóknir víða, bæði innanlands, til nágrannalanda og langt út í heim. Þá hefur ýmislegt annað varðandi forsetatíð hennar vakið athygli. Innlent 1.8.2025 08:00