Innlent

„Lúxus­vanda­mál“ að velja og hafna á listann

Rafn Ágúst Ragnarsson og Agnar Már Másson skrifa
Björg Magnúsdóttir er oddviti Viðreisnar í Reykjavík í kosningunum í vor.
Björg Magnúsdóttir er oddviti Viðreisnar í Reykjavík í kosningunum í vor. Vísir/Lýður Valberg

Björg Magnúsdóttir oddviti Viðreisnar í Reykjavík segir næsta mál á dagskrá að stilla upp sigurstranglegum lista. Hún segir öflugt fólk hafa boðið sig fram gegn sér í oddvitaslagnum og að það verði skoðað af alvöru hvort ekki verði hægt að fá eitthvað þeirra til að taka sæti.

„Það verður lúxusvandamál að koma saman öflugum lista,“ segir hún.

Fréttastofa náði af henni tali þegar ljóst var að hún yrði oddviti flokksins í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Aðspurð sagði hún sér líða sem hún væri komin út fyrir líkama sinn.

Ég get ekki beðið eftir að takast á við verkefnið framundan, fara að vinna fyrir Reykvíkinga. Það er það sem þetta snyst um,“ segir hún.

Björg og stuðningsmenn hennar voru fyrr í dag sakaðir um að hafa brotið kosningareglur Viðreisnar með því að hafa samband við flokksmenn sem væru bannmerktir í gagnagrunni flokksins og ekki mætti hafa samband við.

„Ég var í símanum i allan dag að koma heyinu í hús. Einhverjir stuðningsmenn mínir hafa farið villt en ég er griðarlega ánægð með að fá svona sterkt umboð.“

Hún segist hafa fundið fyrir miklum krafti frá grasrót flokksins en að stuðningsfólk hennar sé breiðfylking.

„Hér á bak við mig er helsti stuðningsmaður minn. Hann er 99 ára og býr við hliðina á mér.“

Björg kveðst ekki útiloka samstarf með neinum flokki í borgarstjórn. Hún viti ekki nóg til þess að geta úttalað sig um slíkt að svo komnu máli. Hún skoði alla möguleika.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×