Lífið

Désirée prinsessa látin

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Desiree prinsessa dansar við eiginmann sinn, baróninn Niclas Silfverschiold, á brúðkaupsdaginn 6, júní 1964 í Stokkhólmi.
Desiree prinsessa dansar við eiginmann sinn, baróninn Niclas Silfverschiold, á brúðkaupsdaginn 6, júní 1964 í Stokkhólmi. Getty

Prinsessan Désirée Elisabeth Sibylla, Silfverschiöld-barónessa og eldri systir Karls Gústafs XVI Svíakonungs, lést miðvikudaginn 21. janúar 2026, 87 ára að aldri.

Désirée fæddist 2. júní 1938 í Haga-kastala, þriðja dóttir Gústafs Adolfs, þáverandi krónprins og síðar Svíakonungs, og prinsessunnar Sibyllu. Hún ólst þar upp ásamt fjórum systkinum sínum, Margréti prinsessu, Birgittu prinsessu, Kristínu prinsessu og krónprinsinum Karli Gústafi.

Hún var ein af fjórum Haga-systrum eins og þær voru kallaðar. Désirée æfði ballet og spilaði á píanó sem ung stúlka en renndi sér einnig á skíðum. Hún menntaði sig í leikskólakennslu og útskrifaðist sem slíkur kennari árið 1960. Eftir útskrift starfaði hún við Kungsklippan-leikskólann, barnaspítala og Tomteboda-skólann fyrir blinda.

Désirée túlofaðist baróninum Niclas Silfverschiöld 19. desember 1963 og þá var tilkynnt að hún myndi bera titilinn Désirée prinsessa, Silfverschiöld-barónessa. Desirée og Niclas giftu sig í Storkyrkan í Stokkhólmi 5. júní 1964 og horfðu meira en fjórir milljónir manna á brúðkaupið. 

Systurnar og prinsessurnar Christina, Birgitta og Desiree ásamt Tord Magnusson, eiginmanni þeirrar fyrstnefndu árið 2017.Getty

Eftir brúðkaupið fluttu hjónin í Koberg-kastala Silfverschiöld-fjölskyldunnar í Vestur-Gautlandi. Þau eignuðust börnin Carl (1965), Kristínu (1966) og Hélène (1968).

Désirée varð ekkja árið 2017 þegar barónninn Niclas Silfverschiöld lést en hún lifði áfram í Koberg-kastala til æviloka. Prinsessan skilur eftir sig börn sín þrjú.

„Það er með mikilli sorg í hjarta sem ég hef fengið upplýsingar um að systir mín, Désirée prinsessa, er látin. Margar góðar minningar voru skapaðar á heimili Silfverschiöld-fjölskyldunna í Vestur-Gautlandi, stað í Svíþjóð sem varð systur minni kærkominn. Fjölskylda mín og ég sendu samúðarkveðjur til barna Désiréar prinsessu og fjölskyldna þeirra,“ sagði Karl Gústaf Svíakonungur um andlát systur sinnar.


Tengdar fréttir

Birgitta prinsessa er látin

Birgitta prinsessa af Svíþjóð er látin, 87 ára að aldri. Hún var eldri systir Karls Svíakonungs og lést á Mallorca þar sem hún hefur dvalið undanfarin ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.