Vísir

Mest lesið á Vísi

Stjörnuspá

20. nóvember 2025

Einhver breyting verður á dagskrá morgundagsins og þú ert síður en svo hrifinn af henni. Þú kemst þó að því seinna að hún er alls ekki svo slæm.



Fréttamynd

Fyrir­tæki ó­venju virk í fast­eigna­kaupum í októ­ber

Kaupsamningum þar sem lögaðilar eru skráðir meðal kaupenda fasteigna hefur fjölgað úr átta prósent að meðaltali það sem af er ári, í þrettán prósent í október. Meðal annars er um að ræða kaupsamninga þar sem fjárfestingasjóðir bjóðast til að kaupa allt að fjórðungshlut í fasteignum sem þeir eru að selja.

Viðskipti innlent

Fréttamynd

Að­hald peninga­stefnunnar „klár­lega of mikið“ miðað við spár um hag­vöxt

Þrátt fyrir varfærna vaxtalækkun peningastefnunefndar þá álítur Seðlabankinn að raunvaxtaaðhaldið hafi ekki breyst á milli funda og það sé „klárlega of mikið“ með hliðsjón af lakari hagvaxtarhorfum, að sögn seðlabankastjóra, en ekki sé hægt að horfa framhjá því að verðbólgan er á sama tíma enn þrálát. Eilítið mildari tónn í framvirkri leiðsögn peningastefnunefndar gefur henni „meira svigrúm“ til að bregðast við með frekari vaxtalækkunum ef það er enn að hægja á umsvifum í efnahagslífinu.

Innherji

Fréttamynd

BRASA er nýr og glæsi­legur veitinga­staður í hjarta Kópa­vogs

Það ríkir líf og fjör í Turninum við Smáratorg þessa dagana en þar hefur nýr og glæsilegur veitingastaður, BRASA, tekið til starfa. „Við opnuðum 15. nóvember með okkar fyrsta jólahlaðborði og viðtökurnar fóru langt fram úr öllum væntingum,“ segir Kristín Samúelsdóttir, sölu-, markaðs- og viðburðastjóri BRASA. „Það var alveg ótrúlegt að sjá salinn fyllast og finna hvað fólk tók vel á móti okkur strax frá fyrstu mínútu.“

Lífið samstarf