Fleiri fréttir

Samningur Beckham verstu viðskipti í sögunni

Breska dagblaðið The Sun hefur eftir ónefndum bandarískum miðli að samningurinn sem David Beckham hafi undirritað hjá LA Galaxy sé versti viðskiptasamningur í sögu Bandaríkjanna.

Taylor neitar samningstilboði Newcastle

Varnarmaðurinn Steven Taylor hjá Newcastle hefur hafnað nýju samningstilboði frá félaginu og segir faðir hans og umboðsmaður hann vera mjög vonsvikinn um að vera ekki í meiri metum hjá félaginu. Taylor er 21 árs og er talinn eitt mesta efni sem komið hefur upp í unglingaliði Newcastle í áraraðir.

Sol Campbell framlengir við Portsmouth

Varnarjaxlinn Sol Campbell skrifaði í dag undir framlengdan samning við enska úrvalsdeildarfélagið Portsmouth og er því samningsbundinn til ársins 2009. Gamli samningurinn hans hefði runnið út í lok þessarar leiktíðar. Campbell er 32 ára gamall og gekk í raðir Portsmouth fyrir síðasta tímabil. Hann hefur verið gerður að fyrirliða liðsins og var valinn aftur í enska landsliðið í síðasta mánuði.

Sir Alex: Þolinmæði er dyggð

Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur biðlað því til leikmanna sinna að sýna þolinmæði. Hann segir að allir muni fá tækifæri til að láta ljós sitt skína á þessu tímabili þó samkeppnin innan liðsins sé hörð.

Hilario: Ánægður hjá Chelsea

Það er oft erfið staða að vera varamarkvörður, hvað þá þriðji markvörður. Portúgalski markvörðurinn Hilario er þriðji í goggunarröðinni hjá Chelsea. Þrátt fyrir það er hann mjög ánægður hjá Chelsea og vill vera hjá liðinu sem lengst.

Scholes forðast sviðsljósið

Paul Scholes, miðjumaður Manchester United, hefur forðast sviðsljósið eins og heitan eldinn. Scholes veitir ekki sjónvarpsviðtöl og hefur oft sagt að hann vilji láta verkin tala á vellinum. Þetta hefur Sir Alex Ferguson nýtt sér til að keyra Scholes áfram.

Benayoun: Munum pakka í vörn

Yossi Benayoun, fyrirliði landsliðs Ísraels, segir að honum sé sama þó menn mun gagnrýna leikstíl liðsins gegn Englandi. Liðin munu mætast í undankeppni Evrópumótsins á laugardag og segir Benayoun að ísraelska liðið muni pakka í vörn.

Inter vill fá Ballack

Ítölsku liðin Inter og Juventus ætla bæði að reyna að krækja í þýska miðjumanninn Michael Ballack frá Chelsea. Ballack hefur átt erfitt uppdráttar síðan hann gekk í raðir enska stórliðsins.

Brynjar Björn framlengir við Reading

Landsliðsmaðurinn Brynjar Björn Gunnarsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við enska úrvalsdeildarfélagið Reading. Brynjar sagðist í samtali við Vísi vera feginn að samningaviðræður væru í höfn, en þær hafa staðið yfir í nokkrar vikur. Brynjar er meiddur í augnablikinu og verður ekki með íslenska landsliðinu í undankeppni EM, en hann stefnir á að spila með Reading þegar úrvalsdeildin hefst á ný.

Framherji Derby í fjögurra leikja bann

Craig Fagan, framherji Derby County í ensku úrvalsdeildinni, var í dag dæmdur í fjögurra leikja bann af aganefnd deildarinnar eftir að sýnt þótti að hann hefði viljandi traðkað á Alvaro Arbeloa, leikmanni Liverpool, í leik liðanna um síðustu helgi.

Shevchenko: Skil ekki af hverju ég fæ ekki að spila

Úkraínski framherjinn Andriy Shevchenko hjá Chelsea segist undrast á því að Jose Mourinho hafi enn ekki leyft honum að spila til þessa á leiktíðinni. Hann segist vera búinn að ná sér eftir að kviðslitsaðgerð sem hann fór í fyrir nokkru og skoraði meira að segja mark í góðgerðaleik í heimalandinu í vikunni.

Geri í buxurnar þegar andstæðingarnir fá hornspyrnu

Martin Jol, knattspyrnustjóri Tottenham, hefur sent forráðamönnum félagsins þau skilaboð að hann muni ekki gefast upp fyrr en í fulla hnefana. Tottenham hefur gengið afleitlega í byrjun leiktíðar og sagt er að félagið hafi verið hársbreidd frá því að ráða Juande Ramos hjá Sevilla í starf hans á dögunum.

Kyntröllið Crouch

Framherjinn leggjalangi Peter Crouch hjá Liverpool er í sviðsljósinnu á nýrri vefsíðu sem er að fara í loftið. Það er hópur aðdáenda leikmannsins sem stendur fyrir opnun síðunnar og kallar hópurinn sig Crouch Is A Sex God - eða Crouch er kyntröll. Crouch sjálfur er mjög hrifinn af þessu uppátæki.

Meiðsli Dyer ekki eins alvarleg og talið var

Læknar enska úrvalsdeildarfélagsins West Ham segja að meiðsli Kieron Dyer séu ekki eins alvarleg og óttast var í fyrstu. Dyer tvíbrákaði bein í fæti sínum í bikarleik gegn Bristol Rovers á dögunum í aðeins sínum öðrum leik fyrir félagið. Talið var víst að hann yrði frá keppni í mjög langan tíma.

Aðeins Ofurmennið getur hirt af mér stöðuna

Jens Lehmann segist fullviss um að hann sé öruggur með byrjunarliðssæti sitt hjá Arsenal og þýska landsliðinu. Hann hefur tröllatrú á hæfileikum sínum þó hann sé kominn langt á fertugsaldurinn og segir aðeins Ofurmennið geta slegið sig út úr byrjunarliðssætinu.

Mascherano: Benitez bjargaði mér

Argentínumaðurinn Javier Mascherano hjá Liverpool segir að Rafa Benitez knattspyrnustjóri hafi bjargað ferli sínum þegar hann ákvað að kaupa hann til Liverpool. Mascherano fékk lítið að spila þá sex mánuði sem hann var hjá West Ham og segist hafa verið orðinn mjög leiður á lífinu í London.

Terry tekur tap út á fjölskyldunni

Varnarjaxlinn John Terry hjá Chelsea og enska landsliðinu viðurkennir að hann taki tapi á knattspyrnuvellinum svo illa að hann eigi það til að taka það allt út á fjölskyldu sinni þegar hann kemur heim.

Ballack hefði frekar átt að fara til United

Frans Beckebauer, forseti Bayern Munchen, gagnrýnir harðlega þá ákvörðun landa síns Michael Ballack að ganga í raðir Chelsea á Englandi og segir að hann hefði frekar átt að fara til Manchester United.

Wenger framlengir við Arsenal

Arsene Wenger hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við enska úrvalsdeildarfélagið Arsenal samkvæmt frétt frá breska ríkissjónvarpinu í dag. Þessi tíðindi verða formlega tilkynnt á næstu dögum en sagt er að Frakkinn fái 4 milljónir punda í árslaun á samningstímanum. Wenger hefur verið stjóri Arsenal síðan árið 1996.

Torres meiddur

Spænski framherjinn Fernando Torres hjá Liverpool meiddist á hné á æfingu með spænska landsliðinu í gær og hafa spurningamerki verið sett við þáttöku hans í leiknum gegn Íslendingum á laugardaginn. Læknar spænska landsliðsins segja meiðslin ekki alvarleg, en hann fékk högg á hnéð eftir að hann lenti í samstuði félaga sinn.

Fabregas: Ég neitaði Real Madrid

Spænski landsliðsmaðurinn Cesc Fabregas hjá Arsenal hefur undirstrikað það að hann muni ekki fara frá Arsenal til að ganga í raðir Real Madrid. Hann segist hafa fengð tilboð um að fara til spænsku risanna í sumar en fullyrðir að hann sé ánægður hjá enska félaginu.

Speed í tvöföldu hlutverki

Gary Speed segir að hann taki leikmannaferilinn fram yfir þjálfaraferilinn í dag. Þessi reynslumikli miðjumaður spilar með Bolton í ensku úrvalsdeildinni auk þess sem hann er í þjálfarateymi Sammy Lee.

Sir Alex: Sýnið Anderson þolinmæði

Sir Alex Ferguson er sannfærður um að brasilíski leikmaðurinn Anderson muni slá í gegn hjá Manchester United. Þessum unga leikmanni hefur verið líkt við Ronaldinho og lék hann sinn fyrsta mótsleik fyrir United í 1-0 sigurleiknum gegn Sunderland um síðustu helgi.

Ætlar að vera kominn á fullt um jólin

Jimmy Bullard, miðjumaður Fulham, stefnir á að vera kominn á fullt skrið í kringum jólin. Þessi 29 ára leikmaður hefur verið frá vegna mjög slæmra hnémeiðsla í eitt ár. Hann er farinn að taka þátt í léttum æfingum.

Juventus vill ræða við Ballack

Ítalska liðið Juventus hefur áhuga á þýska miðjumanninum Michael Ballack hjá Chelsea. Eins og frægt er orðið þá var Ballack ekki valinn í leikmannahóp Chelsea fyrir Meistaradeildina og hafa þá farið af stað sögusagnir varðandi framtíð hans hjá enska stórliðinu.

Hjónabandið breytti Beckham

Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að David Beckham hafi breyst til hins verra þegar hann giftist kryddpíunni Victoriu árið 1999. Hann segir Beckham hafa verið atvinnumann fram í fingurgóma áður en hann tileinkaði sér stjörnulífið.

Hamilton stelur sviðsljósinu af Rooney

Breski bókarisinn Harper Collins ætlar að verja milljónum punda í ökuþórinn Lewis Hamilton í þeirri von að hann bæti upp tap útgáfunnar á fyrstu bókinni um knattspyrnukappann Wayne Rooney sem kom út í fyrra. Aðeins 40,000 eintök seldust af bók Rooney sem kom út eftir HM 2006 í knattspyrnu, sem þótti hneyksli eftir að útgáfan eyddi 5 milljónum punda í að tryggja sér útgáfuréttinn á sögu hans.

Enginn náð fernunni síðan vorið 2004

Norska markamaskínan Ole Gunnar Solskjær hjá Manchester United lagði skóna á hilluna á dögunum, en hann afrekaði það einu sinni að skora fjögur mörk í einum leik á aðeins 19 mínútum eftir að hafa komið inn sem varamaður. Hér fyrir neðan er listi yfir þá leikmenn sem hafa náð að skora fjögur mörk eða meira í leik í úrvalsdeildinni.

Ferguson vill að Queiroz taki við United

Sir Alex Ferguson segist enn ekki vera búinn að gera það upp við sig hvenær hann hættir að þjálfa, en segist lítast vel á aðstoðarmann sinn Carlos Queiroz sem næsta knattspyrnustjóra Manchester United. Hann segir þá ákvörðun vera í höndum Glazer-feðga.

Liverpool spilar ljótan og leiðinlegan bolta

Bernd Schuster nýráðinn þjálfari Real Madrid segir að Liverpool spili ljóta og leiðinlega knattspyrnu, en bendir á að liðið sé helsti keppinautur sinna manna um sigur í Meistaradeildinni næsta vor. Hann á einnig von á að AC Milan verði eitt þeirra liða sem kemst hvað lengst í keppninni.

Nýr samningur á borðinu hjá Richards

Varnarmaðurinn efnilegi Micah Richards hjá Manchester City segist reikna með að skrifa undir nýjan samning við Manchester City á næstu dögum. Richards er aðeins 19 ára gamall en hefur þegar tryggt sér fjóra landsleiki fyrir England. Hann er reyndar enn samningsbundinn félaginu til 2010, en það hefur nú boðið honum betri samning á hærri launum.

Giggs stefnir á ellefu

Ryan Giggs hefur opinberað að markmið sitt sé að vinna ellefu enska meistaratitla með Manchester United. Þessi töframaður frá Wales hefur alls hampað enska meistaratitlinum níu sinnum sem er oftar en nokkur annar einstaklingur.

Solano: Vonbrigði að hafa ekki tekið titil

Nolberto Solano, fyrrum miðjumaður Newcastle, segist mjög svekktur yfir því að hafa ekki náð að vinna titil með félaginu. Solano gekk til liðs við West Ham á föstudag, tveimur árum eftir að hann gekk á ný til liðs við félagið frá Aston Villa.

Olembe á leið til Wigan

Wigan er að fá kamerúnska vinstri bakvörðinn Salomon Olembe. Samningur hans við franska liðið Marseille rann út í júní en þessi 26 ára leikmaður var á sínum tíma hjá Leeds. Hann á um sextíu landsleiki að baki.

Lampard ekki með gegn Ísrael

Miðjumaðurinn Frank Lampard verður ekki með enska landsliðinu á laugardag þegar það leikur gegn Ísrael á Wembley. Helmingslíkur eru taldar á því að hann verði klár í slaginn fyrir leik gegn Rússlandi fjórum dögum síðar.

Heiðar Helguson verður frá í tvo mánuði

Framherjinn Heiðar Helguson hjá Bolton í ensku úrvalsdeildinni verður frá keppni í hátt í tvo mánuði vegna ökklameiðsla. Heiðar hefur þegar farið í aðgerð vegna meiðslanna og mun missa af leikjum liðs síns næstu sjö vikurnar eða svo.

Ég skal segja ykkur hvað áhyggjur eru

Breska blaðið The Sun spurði framherjann Alan Smith hjá Newcastle í gær hvort hann væri ósáttur við að hafa misst stöðu sína í enska landsliðinu í hendur Emile Heskey.

Stjórnarformaður Derby fær haturspóst

Peter Gadsby, stjórnarformaður nýliða Derby County í ensku úrvalsdeildinni, hefur upplýst að hann hafi fengið talsvert magn af haturspósti frá stuðningsmönnum félagsins á leiktíðinni. Stuðningsmönnum liðsins þykir formaðurinn halda að sér höndum á leikmannamarkaðnum og eru skiljanlega ósáttir við lélega byrjun liðsins í deildinni.

Wenger reiknar með að skrifa undir í vikulok

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, segist reikna með að skrifa undir nýjan samning við félagið á fimmtudag eða föstudag. Wenger hefur verið hjá Arsenal síðan árið 1996 en núverandi samningur hans rennur út í lok yfirstandandi leiktíðar.

King frá fram í nóvember?

Breska blaðið Daily Mail hefur eftir heimildamanni sínum hjá úrvalsdeildarfélaginu Tottenham að fyrirliðinn Ledley King muni líklega ekki koma við sögu með Totttenham fyrr en í nóvember eftir að honum sló niður í endurhæfingu sinni vegna hnémeiðsla.

Owen þarf að vera í endurhæfingu allan ferilinn

Sam Allardyce, stjóri Newcastle, segir að framherjinn Michael Owen verði að vera í sérstakri endurhæfingu það sem hann á eftir af ferli sínum sem leikmaður ef hann ætli sér að reyna að sleppa við frekari meiðsli í framtíðinni. Owen hefur farið í fimm aðgerðir á síðustu misserum og hefur enn ekki náð fyrra formi.

Ensk knattspyrna er í bráðri hættu

Sir Trevor Brooking segir að straumur erlendra leikmanna inn í ensku úrvalsdeildina sé að grafa undan framtíðarmöguleikum enska landsliðsins. Brooking fer fyrir nefnd sem stýrir knattspyrnuuppbyggingu á Englandi og segir að tilfinnanlega skorti breidd í lykilstöðum í enskri knattspyrnu.

Savage: Leikmenn Arsenal eru hræsnarar

Miðjumaðurinn harðskeytti Robbie Savage hjá Blackburn hefur nú blandað sér í gamalt orðastríð sem hefur verið í gangi milli Blackburn og Arsenal síðan árið 2005. Savage segir leikmenn Arsenal vera hræsnara eftir að þeir gagnrýndu Blackburn fyrir að vera gróft lið.

Robben skýtur á Chelsea

Hollenski vængmaðurinn Arjen Robben hjá Real Madrid sendi fyrrum félögum sínum í Chelsea smá skot í viðtali við The Sun í dag. Robben segist hafa kosið að fara til spænsku meistaranna af því hann vildi spila skemmtilegri knattspyrnu.

N´Zogbia framlengir við Newcastle

Franski unglingalandsliðsmaðurinn Charles N´Zogbia hefur framlengt samning sinn við enska úrvalsdeildarfélagið Newcastle. Samningurinn er til fimm ára og gildir út leiktíðina 2012. N´Zogbia er miðjumaður og átti ekki fast sæti í liði Newcastle undir stjórn Glen Roeder, en hefur staðið sig vel í stöðu bakvarðar eftir að Sam Allardyce tók við liðinu.

Sjá næstu 50 fréttir