Enski boltinn

Speed í tvöföldu hlutverki

Elvar Geir Magnússon skrifar
Lengi lifir í gömlum glæðum.
Lengi lifir í gömlum glæðum.

Gary Speed segir að hann taki leikmannaferilinn fram yfir þjálfaraferilinn í dag. Þessi reynslumikli miðjumaður spilar með Bolton í ensku úrvalsdeildinni auk þess sem hann er í þjálfarateymi Sammy Lee.

„Ég er enn að spila og æfi hvern einasta dag. Ég get ekki þjálfað meðan ég æfi. Ég vona að þannig verði það allt tímabilið, ég geti æft áfram af krafti. Fyrir og eftir æfingar tek ég þó þátt í samræðum þjálfara liðsins," segir Speed.

„Í framtíðinni stefni ég að því að taka að mér þjálfun. Ég er því að læra mjög mikið og nýt þess í botn. Það hefur hingað til gengið mjög vel að sameina það að vera leikmaður og þjálfari."

Speed er ekki búinn að ákveða hvenær hann muni leggja skóna á hilluna og einbeita sér alfarið að þjálfun. „Það er forgangsatriði hjá mér sem stendur að spila fótbolta. Ég er í mjög góðu formi og það skiptir mestu máli," sagði Speed en hann er fæddur árið 1969 og því á 38. aldursári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×