Enski boltinn

Juventus vill ræða við Ballack

Elvar Geir Magnússon skrifar
Michael Ballack.
Michael Ballack.

Ítalska liðið Juventus hefur áhuga á þýska miðjumanninum Michael Ballack hjá Chelsea. Eins og frægt er orðið þá var Ballack ekki valinn í leikmannahóp Chelsea fyrir Meistaradeildina og hafa þá farið af stað sögusagnir varðandi framtíð hans hjá enska stórliðinu.

Ítalska blaðið Tuttosport segir að Juventus hafi áhuga á því að fá Ballack lánaðan frá Chelsea til að byrja með og fá forkaupsréttinn á honum. Ekki ósvipað og samningurinn við Inter varðandi Hernan Crespo.

Landsliðsþjálfari Þýskalands lýsti í dag yfir undrun sinni á því að Ballack var ekki valinn í Meistaradeildarhóp Chelsea. Leikmaðurinn á við meiðsli að stríða og er ekki alveg ljóst hvenær hann verður til í slaginn á ný.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×